Leðurjakkinn bestu kaupin Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2018 08:00 Guðný Ásberg er mikill fagurkeri og hefur gaman af tísku og förðun. Vísir/Anton Brink „Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira