Tekist á um þá ákvörðun SÁÁ að hætta að taka á móti föngum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. maí 2018 08:30 Sjúkrahúsið Vogur tekur ekki lengur við föngum. Mynd/E.ÓL „Fyrir mér lítur þetta út eins og fjárkúgun,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um þá ákvörðun SÁÁ að taka ekki lengur við föngum til meðferðar eins og tíðkast hefur lengi. Hann segir SÁÁ vera að stilla yfirvöldum upp við vegg með þessu tiltæki. „Ég hef óskað eftir beinum og heiðarlegum svörum en ekki fengið, enda erfitt að sykurhúða þessa staðreynd. Ég hvet stjórnvöld til að hætta öllum stuðningi við SÁÁ ef þeir ætla að útiloka ákveðna hópa frá meðferðum. Á meðan SÁÁ og Vogur eru að stilla fangelsisyfirvöldum upp við vegg hafa nú þegar þrír fyrrverandi fangar dáið vegna ofneyslu fíkniefna,“ segir Guðmundur og bendir á að fangar séu sá hópur sem orðið hefur hvað verst úti vegna misnotkunar fíkniefna og goldið fyrir hana með frelsi sínu.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink„Við viljum að það gildi um þetta ákveðnar reglur og verkferlar,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og kveður verkferla hafa verið óskipulagða hjá Fangelsismálastofnun. „Þeir skrifa bara lista sem fer eftir einhverri stundaskrá, sem er þannig að þeir sem eru búnir með hluta af sinni afplánun hafa áunnið sér einhvern rétt til að fara í meðferð. En Vogur er sjúkrahús og það innritar sig enginn í meðferð nema hann sé með beiðni frá lækni,“ segir Arnþór. Spurður hvernig aðrir innritist á Vog segir Arnþór að það fari í gegnum lækna á Vogi og það sama eigi í sjálfu sér við um fanga, en ítrekar að verkferlar og prótókollar þurfi að vera fyrir hendi. Arnþór segir þetta alls ekki snúast um peninga. „En þú sérð að ef fangi verður veikur og þarf að leggjast inn á Landspítalann þá er það mjög dýrt fyrir Fangelsismálastofnun því þá þarf fangavörður að fylgja,“ segir Arnþór, en hafnar því þó aðspurður að það sé vilji SÁÁ að fangavörður fylgi föngum í meðferð á Vogi. „Föngum verður ekki bannað að sækja um meðferð hjá SÁÁ og ef læknar hjá SÁÁ eða öðrum meðferðarstofnunum samþykkja að taka fanga til meðferðar, þá samþykkjum við það að uppfylltum öðrum skilyrðum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Það getur ekki verið að sjúkrastofnun neiti að taka á móti sjúklingum vegna þess að hún er ósátt við „prótókoll“ tiltekinnar ríkisstofnunar.“ Aðspurður segir Páll að menn vinni sér ekki inn rétt til meðferðar, heldur sæki fangar gjarnan um áfengismeðferð þegar líða fer að því að þeir fái frelsið. Til dæmis fái menn ekki að fara á áfangaheimilið Vernd nema að vera án vímuefna. Páll segir að föngum standi enn þá til boða að fá aðstoð vegna fíknivanda, bæði á meðferðargangi á Litla-Hrauni og svo hafi lengi verið góð samvinna milli Fangelsismálastofnunar og Hlaðgerðarkots sem tekið hafi á móti föngum til meðferðar. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Fyrir mér lítur þetta út eins og fjárkúgun,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um þá ákvörðun SÁÁ að taka ekki lengur við föngum til meðferðar eins og tíðkast hefur lengi. Hann segir SÁÁ vera að stilla yfirvöldum upp við vegg með þessu tiltæki. „Ég hef óskað eftir beinum og heiðarlegum svörum en ekki fengið, enda erfitt að sykurhúða þessa staðreynd. Ég hvet stjórnvöld til að hætta öllum stuðningi við SÁÁ ef þeir ætla að útiloka ákveðna hópa frá meðferðum. Á meðan SÁÁ og Vogur eru að stilla fangelsisyfirvöldum upp við vegg hafa nú þegar þrír fyrrverandi fangar dáið vegna ofneyslu fíkniefna,“ segir Guðmundur og bendir á að fangar séu sá hópur sem orðið hefur hvað verst úti vegna misnotkunar fíkniefna og goldið fyrir hana með frelsi sínu.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Vísir/Anton Brink„Við viljum að það gildi um þetta ákveðnar reglur og verkferlar,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og kveður verkferla hafa verið óskipulagða hjá Fangelsismálastofnun. „Þeir skrifa bara lista sem fer eftir einhverri stundaskrá, sem er þannig að þeir sem eru búnir með hluta af sinni afplánun hafa áunnið sér einhvern rétt til að fara í meðferð. En Vogur er sjúkrahús og það innritar sig enginn í meðferð nema hann sé með beiðni frá lækni,“ segir Arnþór. Spurður hvernig aðrir innritist á Vog segir Arnþór að það fari í gegnum lækna á Vogi og það sama eigi í sjálfu sér við um fanga, en ítrekar að verkferlar og prótókollar þurfi að vera fyrir hendi. Arnþór segir þetta alls ekki snúast um peninga. „En þú sérð að ef fangi verður veikur og þarf að leggjast inn á Landspítalann þá er það mjög dýrt fyrir Fangelsismálastofnun því þá þarf fangavörður að fylgja,“ segir Arnþór, en hafnar því þó aðspurður að það sé vilji SÁÁ að fangavörður fylgi föngum í meðferð á Vogi. „Föngum verður ekki bannað að sækja um meðferð hjá SÁÁ og ef læknar hjá SÁÁ eða öðrum meðferðarstofnunum samþykkja að taka fanga til meðferðar, þá samþykkjum við það að uppfylltum öðrum skilyrðum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Það getur ekki verið að sjúkrastofnun neiti að taka á móti sjúklingum vegna þess að hún er ósátt við „prótókoll“ tiltekinnar ríkisstofnunar.“ Aðspurður segir Páll að menn vinni sér ekki inn rétt til meðferðar, heldur sæki fangar gjarnan um áfengismeðferð þegar líða fer að því að þeir fái frelsið. Til dæmis fái menn ekki að fara á áfangaheimilið Vernd nema að vera án vímuefna. Páll segir að föngum standi enn þá til boða að fá aðstoð vegna fíknivanda, bæði á meðferðargangi á Litla-Hrauni og svo hafi lengi verið góð samvinna milli Fangelsismálastofnunar og Hlaðgerðarkots sem tekið hafi á móti föngum til meðferðar.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira