Krabbameinsendurhæfing og reykingar Ásgeir R. Helgason skrifar 2. maí 2018 16:23 Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar