Krabbameinsendurhæfing og reykingar Ásgeir R. Helgason skrifar 2. maí 2018 16:23 Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun