Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2025 21:01 Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Verkefni sjúkrahússins eru fjölbreytt og í gegnum árin hefur ekki skort lækna sem sóst hafa eftir að starfa á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma og hafa sterkar taugar til þess. Þessu má að mjög stóru leyti þakka kjarnahópi fastráðinna og reynslumikilla sérfræðilækna á staðnum, sem hafa lagt sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu, auk þess að halda vel utan um afleysingalækna og nýútskrifaða lækna og vera þeim til halds og trausts langt umfram það sem vinnuskyldan býður eða greitt er fyrir. Dæmi eru um að einungis einn læknir sé starfandi í sinni sérgrein á sjúkrahúsinu, taki símann allan sólarhringinn allan ársins hring og hlaupi til að aðstoða í húsi eftir þörfum í sínum frítíma, enda ekki annað hægt ef tryggja á öryggi sjúklinga. Þetta er ómöguleg staða að setja einstaka lækna í og ekki vænleg til að menn endist í starfi, enda óboðlegt að öryggi sjúklinga sé ógnað ef einn einstaklingur er ekki stöðugt til taks. Dæmi eru einnig um að læknar hafi verið á bakvakt í allt að 17 sólahringa samfellt, sem þýðir að viðkomandi sinnir dagvinnu og er síðan á vaktinni á kvöldin, nóttunni og um helgar á sama tímabili, á vakt þar sem yfirleitt er lítið sem ekkert sofið vegna stöðugra símhringinga. Þetta er staða sem ekki á undir nokkrum kringumstæðum að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025. Nýlega var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn ferliverkasamninga við marga af þessum lykillæknum Sjúkrahússins á Akureyri án þess að nein lausn lægi fyrir varðandi hvernig eigi að veita þá þjónustu við íbúa svæðisins í framhaldinu. Ferliverkasamningarnir fela í sér að læknarnir greiða sjúkrahúsinu aðstöðugjöld fyrir stofurekstur innan veggja spítalans þar sem þeir sinna ýmsum verkum á borð við speglanir, ómskoðanir o.fl. Á þessum samningi hafa læknarnir veitt íbúum Norðurlands mikið magn nauðsynlegrar læknisþjónustu á sama tíma og þeir hafa verið í húsi á sjúkrahúsinu og til taks ef eitthvað brátt kemur upp á. Ljóst er að vegna veru læknanna í húsinu hefur fleiru en einu mannslífi verið bjargað í gegnum tíðina. Á litlu sjúkrahúsi getur lausn sem þessi skipt sköpum til að tryggja öryggi sjúklinga og erfitt að sjá hvað tekur við ef þessi mannafli flytur starfsemi sína á stofu úti í bæ eða jafnvel suður. Það liggur í augum uppi að ef mikið af verkefnunum flyst af svæðinu mun það fela í sér gríðarlega kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð þar sem greiða þarf ferðakostnað íbúa svæðisins suður vegna læknisþjónustu í stór auknum mæli. Kostnaðaraukning og skert öryggi sjúklinga getur ekki verið markmið neins. Stjórnvöld hafa þó gefið stjórnendum sjúkrahússins þau skilaboð að þeim sé skylt að segja þessum samningum upp. Ef það er raunin verður að finna aðra lausn sem er boðleg og sátt er um áður en lengra er haldið, til þess að koma í veg fyrir að fótunum verði kippt undan sjúkrahúsinu. Nýverið sögðu tveir lyflæknar og einn bæklunarlæknir upp störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og má skilja sem svo að hluti ástæðunnar sé yfirvofandi uppsögn ferliverkasamninganna, en fleira kemur þó til. Ofangreint álag hefur verið viðvarandi mjög lengi, í mörgum sérgreinum er bara einn sérfræðingur starfandi og í sumum enginn. Árum saman hefur verið auglýst eftir fleiri læknum án árangurs. Svo virðist sem að fjárheimildir hafi skort fyrir lausnum sem duga til að laða lækna að, t.d. með því að bjóða læknum sérkjör fyrir að sinna störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Slíkt tíðkast í öllum löndunum í kringum okkur og er lykilatriði til að manna minni staði. Horfa verður til sérúrræða fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir utan Reykjavíkur sem búa við annan veruleika en þjónustan í Reykjavík, sérstaklega þar sem mikil ábyrgð hvílir þar á mun færri herðum en gerist á stærri stöðum. Meðlimir í stjórn Læknafélags Íslands áttu mjög gott og uppbyggilegt samtal við lækna og stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri nú á föstudaginn og þar kom skýrt fram að ekki skortir hugmyndir að lausnum til að tryggja áfram farsælt og öflugt starf á sjúkrahúsinu. Það er algjört forgangsmál að tryggja viðunandi mönnun á staðnum, tryggja öryggi sjúklinga og bæta starfsaðstæður læknanna. Einnig verður að viðurkenna mikilvægi Sjúkrahússins á Akureyri sem varasjúkrahúss Landspítala sem verður að vera starfhæft bráðasjúkrahús allan sólarhringinn allan ársins hring. Tryggja verður stöðu Sjúkrahússins sem kennslusjúkrahúss, bjóða sérnámslæknum í auknum mæli að taka hluta sérnáms þar og fjölga þannig læknum á öllum stigum starfsferilsins. Hlusta verður á raddir reyndustu sérfræðinga sjúkrahússins og koma í veg fyrir að þeir hverfi annað, enda kemur ekki endilega maður í manns stað í litlu landi í harðri alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun