Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun