Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 24. nóvember 2025 14:30 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum. Heimilisofbeldi Hugtökin heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum eru notuð jöfnum höndum. Þau fela í sér ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur. Hér beinum við sjónum okkar að ofbeldi sem konur eða karlar verða fyrir af hálfu maka sem getur verið núverandi eða fyrrverandi eiginmaður eða eiginkona, kærasti eða kærasta, eða sambúðaraðili. Ofbeldi í nánum samböndum felur ekki endilega í sér að fólk búi á sama stað eða að það fari fram á heimili sambúðarfólks, heldur er það skilgreint út frá tengslum þeirra. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða stafrænt. Jafnréttisparadísin Ísland Þrátt fyrir að áratuga barátta kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafi skilað umtalsverðum árangri til aukins kynjajafnréttis, er kynbundið ofbeldi enn viðvarandi ógn fyrir konur hér á landi og dregur verulega úr frelsi, öryggi og velferð kvenna. Tölfræði um ofbeldi í nánum samböndum er af skornum skammti en hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni er hægt að nálgast slíka tölfræði frá árinu 2018. Mynd 1. Hlutfall kvenna á aldrinum 15-49 ára sem hefur orðið fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni, 2018. Rúmlega ein af hverjum fimm konum í Evrópu, þar með talið á Íslandi, hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka á lífsleiðinni. Staðan er ekki betri á hinum Norðurlöndunum. Evrópa stendur þó skár en mörg önnur svæði en á heimsvísu hefur ríflega fjórðungur kvenna mátt þola ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Þetta endurspeglar þá staðreynd að tölfræðilega séð er hvergi hættulegra fyrir konur að vera en heima hjá sér. Tölfræði lögreglunnar um ofbeldi af hálfu maka og fyrrum maka Lögreglan birtir reglulega tölfræði um heimilisofbeldi. Þar er ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka sérstaklega tilgreint. Mynd 2. Fjöldi heimilisofbeldismála af hendi maka og fyrrum maka, 2018-2024. Árið 2024 voru 1.122 heimilisofbeldismál tilkynnt eða skráð hjá lögreglunni og 716 þeirra vörðuðu ofbeldi af hendi maka eða fyrrum maka. Það er talsverð fjölgun frá árinu 2018 þegar málin voru alls 906, þar af 591 þeirra af hendi maka eða fyrrum maka. Mynd 3. Kyn árásaraðila og árásarþola, hlutfall 2024. Árásarþolar í þessum 716 ofbeldismálum voru 666 talsins og árásaraðilar 615. Mikill meirihluti árásaraðila voru karlar eða tæplega 80% en mikill meirihluti árásarþola voru konur eða tæp 75%. Toppurinn á ísjakanum Þó hundruðir heimilisofbeldismála séu skráð hjá lögreglu árlega er langt í frá að tölfræðin nái utan um allt heimilisofbeldi því í mjög mörgum tilvikum er lögregla ekki kölluð til. Þau ofbeldisverk rata því ekki í skrár lögreglu. Í ársskýrslu Kvennathvarfsins kemur fram að árið 2024 dvöldu 147 konur í Kvennaathvarfinu í Reykjavík og 15 konur á Akureyri en börn fylgdu um helmingi kvennanna. Auk þess veittu ráðgjafar athvarfsins 1.392 viðtöl til 462 kvenna sem sæta ofbeldi í nánu sambandi en dvelja ekki í athvarfinu. Samkvæmt Íslensku æskulýðsrannsókninni 2023 höfðu 9% barna í 8. bekk og 11% barna í 10. bekk orðið vitni að heimilisofbeldi á heimili sínu einu sinni eða oftar, og aðeins um þriðjungur þeirra sagði einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Um 10% barna í báðum aldurshópum höfðu sjálf orðið fyrir heimilisofbeldi. Ekki er hægt að nálgast aðgengilega tölfræði um afdrif heimilisofbeldismála í réttarkefinu. Við vitum því hvorki hversu mörg heimilisofbeldismál komu á borð ákæruvaldsins né hver afdrif þeirra urðu, þ.e. hvort þau hafi leitt til ákæru, verið felld niður eða leitt til dóms. Afleiðingar heimilisofbeldis Ofbeldi í hvaða mynd sem er getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða, bæði til skemmri og lengri tíma. Börn sem búa við ofbeldi, eða verða vitni af ofbeldi, geta orðið fyrir jafn skaðlegum áhrifum ofbeldisins þó þau verði ekki sjálf fyrir því. Afleiðingar geta verið bæði heilsufarslegar og félagslegar. Þær fela meðal annars í sér líkamlega verki, aukna tíðni veikinda, þunglyndi, áfallastreituröskun, svefnerfiðleika, sjálfsvígshættu og misnotkun vímuefna. Einnig geta þolendur upplifað félagslega einangrun, minnkuð tengsl við vini og fjölskyldu, missi frá vinnu eða brottfall úr námi. Þá eru ekki meðtalin þær djúpstæðu sálfélagslegu afleiðingar sem þekktar eru eins og skert sjálfstraust, skömm og vantraust á sjálfum sér og öðrum. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er árleg herferð UN Women, sem hefst á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. nóvember og lýkur á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í ár verður sjónum beint að starfrænu ofbeldi og ábyrgð gerenda, stjórnvalda, lögreglu og fyrirtækja innan tæknigeirans. Kallað er eftir aðgerðum til að uppræta stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum, sem er ein útbreiddasta birtingarmynd ofbeldis í heiminum í dag. Ein af kröfum Kvennaárs er að lög um nauðganir og önnur kynferðis- og kynbundin ofbeldisbrot verði endurskoðuð til að fanga betur brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Á Íslandi hefst átakið með Ljósagöngunni 25. nóvember, þar sem gengið verður í minningu Ólafar Töru Harðardóttur sem varð fyrir alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi og helgaði sig baráttunni gegn því. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um ofbeldi í nánum samböndum. Heimilisofbeldi Hugtökin heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum eru notuð jöfnum höndum. Þau fela í sér ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur. Hér beinum við sjónum okkar að ofbeldi sem konur eða karlar verða fyrir af hálfu maka sem getur verið núverandi eða fyrrverandi eiginmaður eða eiginkona, kærasti eða kærasta, eða sambúðaraðili. Ofbeldi í nánum samböndum felur ekki endilega í sér að fólk búi á sama stað eða að það fari fram á heimili sambúðarfólks, heldur er það skilgreint út frá tengslum þeirra. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða stafrænt. Jafnréttisparadísin Ísland Þrátt fyrir að áratuga barátta kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafi skilað umtalsverðum árangri til aukins kynjajafnréttis, er kynbundið ofbeldi enn viðvarandi ógn fyrir konur hér á landi og dregur verulega úr frelsi, öryggi og velferð kvenna. Tölfræði um ofbeldi í nánum samböndum er af skornum skammti en hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni er hægt að nálgast slíka tölfræði frá árinu 2018. Mynd 1. Hlutfall kvenna á aldrinum 15-49 ára sem hefur orðið fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni, 2018. Rúmlega ein af hverjum fimm konum í Evrópu, þar með talið á Íslandi, hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka á lífsleiðinni. Staðan er ekki betri á hinum Norðurlöndunum. Evrópa stendur þó skár en mörg önnur svæði en á heimsvísu hefur ríflega fjórðungur kvenna mátt þola ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Þetta endurspeglar þá staðreynd að tölfræðilega séð er hvergi hættulegra fyrir konur að vera en heima hjá sér. Tölfræði lögreglunnar um ofbeldi af hálfu maka og fyrrum maka Lögreglan birtir reglulega tölfræði um heimilisofbeldi. Þar er ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka sérstaklega tilgreint. Mynd 2. Fjöldi heimilisofbeldismála af hendi maka og fyrrum maka, 2018-2024. Árið 2024 voru 1.122 heimilisofbeldismál tilkynnt eða skráð hjá lögreglunni og 716 þeirra vörðuðu ofbeldi af hendi maka eða fyrrum maka. Það er talsverð fjölgun frá árinu 2018 þegar málin voru alls 906, þar af 591 þeirra af hendi maka eða fyrrum maka. Mynd 3. Kyn árásaraðila og árásarþola, hlutfall 2024. Árásarþolar í þessum 716 ofbeldismálum voru 666 talsins og árásaraðilar 615. Mikill meirihluti árásaraðila voru karlar eða tæplega 80% en mikill meirihluti árásarþola voru konur eða tæp 75%. Toppurinn á ísjakanum Þó hundruðir heimilisofbeldismála séu skráð hjá lögreglu árlega er langt í frá að tölfræðin nái utan um allt heimilisofbeldi því í mjög mörgum tilvikum er lögregla ekki kölluð til. Þau ofbeldisverk rata því ekki í skrár lögreglu. Í ársskýrslu Kvennathvarfsins kemur fram að árið 2024 dvöldu 147 konur í Kvennaathvarfinu í Reykjavík og 15 konur á Akureyri en börn fylgdu um helmingi kvennanna. Auk þess veittu ráðgjafar athvarfsins 1.392 viðtöl til 462 kvenna sem sæta ofbeldi í nánu sambandi en dvelja ekki í athvarfinu. Samkvæmt Íslensku æskulýðsrannsókninni 2023 höfðu 9% barna í 8. bekk og 11% barna í 10. bekk orðið vitni að heimilisofbeldi á heimili sínu einu sinni eða oftar, og aðeins um þriðjungur þeirra sagði einhverjum fullorðnum frá ofbeldinu. Um 10% barna í báðum aldurshópum höfðu sjálf orðið fyrir heimilisofbeldi. Ekki er hægt að nálgast aðgengilega tölfræði um afdrif heimilisofbeldismála í réttarkefinu. Við vitum því hvorki hversu mörg heimilisofbeldismál komu á borð ákæruvaldsins né hver afdrif þeirra urðu, þ.e. hvort þau hafi leitt til ákæru, verið felld niður eða leitt til dóms. Afleiðingar heimilisofbeldis Ofbeldi í hvaða mynd sem er getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða, bæði til skemmri og lengri tíma. Börn sem búa við ofbeldi, eða verða vitni af ofbeldi, geta orðið fyrir jafn skaðlegum áhrifum ofbeldisins þó þau verði ekki sjálf fyrir því. Afleiðingar geta verið bæði heilsufarslegar og félagslegar. Þær fela meðal annars í sér líkamlega verki, aukna tíðni veikinda, þunglyndi, áfallastreituröskun, svefnerfiðleika, sjálfsvígshættu og misnotkun vímuefna. Einnig geta þolendur upplifað félagslega einangrun, minnkuð tengsl við vini og fjölskyldu, missi frá vinnu eða brottfall úr námi. Þá eru ekki meðtalin þær djúpstæðu sálfélagslegu afleiðingar sem þekktar eru eins og skert sjálfstraust, skömm og vantraust á sjálfum sér og öðrum. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er árleg herferð UN Women, sem hefst á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. nóvember og lýkur á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í ár verður sjónum beint að starfrænu ofbeldi og ábyrgð gerenda, stjórnvalda, lögreglu og fyrirtækja innan tæknigeirans. Kallað er eftir aðgerðum til að uppræta stafrænt ofbeldi gegn konum og stúlkum, sem er ein útbreiddasta birtingarmynd ofbeldis í heiminum í dag. Ein af kröfum Kvennaárs er að lög um nauðganir og önnur kynferðis- og kynbundin ofbeldisbrot verði endurskoðuð til að fanga betur brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Á Íslandi hefst átakið með Ljósagöngunni 25. nóvember, þar sem gengið verður í minningu Ólafar Töru Harðardóttur sem varð fyrir alvarlegu ofbeldi í nánu sambandi og helgaði sig baráttunni gegn því. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn hagfræðingur hjá ASÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun