Talið er að allt að 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu og röskuðu votlendi en sjóðurinn mun aðstoða landeigendur við að endurheimta votlendi með því að fjármagna framkvæmdir eða leggja til mannskap og tæki.

Í tilkynningu frá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu segir að verkefnið sé liður í því að styðja við markmið Íslands í Parísarsamningnum. Í henni segir jafnframt að Ísland muni væntanlega taka upp Evrópureglur um loftslagsmál varðandi landnoktun og skógrækt.
Á fundinum las Guðni textabrot fyrir gestina úr greininni „Hernaðurinn gegn landinu“ eftir Halldór Laxnes frá árinu 1970.
Þar segir: „Mýrarnar eru stundum kallaðar öndunarfæri landsins, þúsundir hektara af mýrum standa nú með opnum skurðum sem ristir hafa verið í þeim tilgangi að draga úr landinu allt vatn en síðan ekki söguna meir. Ef til vill var aldrei meiningin alvöru að gera úr þessu tún, fer ekki að verða mál til að verðlauna menn fyrir að moka ofan í þetta aftur?“