Íslenski boltinn

Þór/KA meistari meistaranna | Enn einn titillinn norður yfir heiðar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þór/KA stelpurnar fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Þór/KA stelpurnar fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. vísir/þórir

Íslandsmeistarar Þór/KA höfðu betur gegn bikarmeisturum ÍBV þegar liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ á KA-velli á Akureyri í dag. Aðeins eru fimm dagar síðan Akureyrarliðið tryggði sér gullverðlaun í Lengjubikarnum með sigri á Stjörnunni.

Besti leikmaður Íslandsmótsins 2017, Sandra Stephany Mayor, kom Þór/KA á bragðið í dag þegar hún skoraði eftir fyrirgjöf Önnu Rakelar Pétursdóttur. Staðan í leikhléi 1-0.

Margrét Árnadóttir tók svo yfir leikinn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði tvö mörk með tíu mínútna millibili. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 3-0 sigur Íslandsmeistaranna staðreynd.

Þór/KA er því handhafi þriggja meistaratitla þessa stundina og óhætt að segja að liðið komi á fleygiferð inn í Pepsi-deildina sem hefst um næstu helgi.

Þór/KA hefur titilvörnina í Grindavík á laugardag en Eyjakonur hefja leik á föstudag þegar þær fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.