Sport

Sturlaður tenniskappi hellti sér yfir óheppnasta dómara tennissögunnar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donaldson lætur Gabas heyra það.
Donaldson lætur Gabas heyra það. vísir/getty

Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær.

Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti.

Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans.

Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna.

Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári.

Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel.

Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.