Sturlaður tenniskappi hellti sér yfir óheppnasta dómara tennissögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2018 23:30 Donaldson lætur Gabas heyra það. vísir/getty Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017 Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Einn efnilegasti tenniskappi heims, Bandaríkjamaðurinn Jared Donaldson, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik í gær. Donaldson var að tapa gegn Albert Romas-Vinolas er hann var afar ósáttur við dóm hjá dómaranum. Dómarinn vildi meina að uppgjöf hefði verið inni en Donaldson sagði það sjást á vellinum að boltinn hefði verið úti. Þeir rifust um þetta atvik í rúma mínútu og var Donaldson mjög ógnandi í sinni hegðun eins og sjá má hér að neðan.Wow @JaredD@ATPWorldTourpic.twitter.com/MIxtduJMGO — Ardeal (@UnArdeal) April 16, 2018 Donaldson nýtti hvert tækifæri til þess að drulla yfir dómarann áður en leik lauk. Hann tapaði leiknum og yfirgaf svæðið án þess að taka í hönd dómarans. Endursýningar leiddu í ljós að Donaldson hafði rétt fyrir sér. Boltinn var vissulega úti en þar sem hann var að skíttapa leiknum á þessum tímapunkti hefði það líklega engu breytt þó hann hefði fengið réttan dóm þarna. Arnaud Gabas dómari er því aftur í heimsfréttunum en hann var svo óheppinn að verða fyrir pirringsskoti Denis Shapovalov í febrúar á síðasta ári. Dómarinn fékk þá boltann fast í augað og varð að fara í aðgerð á auganu. Hann var heppinn að ekki for verr í því tilviki. Miðað við þennan dóm virðist sú aðgerð ekki hafa heppnast nægilega vel. Þess má geta að Gabas og drengurinn sem skaut boltanum í andlitið á honum náðu sáttum og eru góðir vinir í dag.ICYMI, Denis Shapovalov hits a ball out of anger that accidentally hits the chair umpire in the eye during @daviscuppic.twitter.com/ZBadhJmnww — Tennis Channel (@TennisChannel) February 7, 2017
Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira