The Rock opnar sig um þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2018 16:45 Johnson hefur lengi verið kallaður The Rock og hafa nokkrir Íslendingar þýtt nafn hans yfir í Steinar. Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, opnaði sig um baráttuna við þunglyndi í viðtali við slúðurtímaritið Sunday Express en Johnson er hæst launaðasti leikarinn í Hollywood. Í viðtalinu talar Johnson helst um þegar móðir hans reyndi sjálfsmorð á sínum tíma og þegar draumar hans um að verða atvinnumaður í amerískum fótbolta urðu að engu. Leikarinn segir að móðir sín Ata hafi reynt að taka sitt eigið líf þegar þau misstu húsnæði sitt á sínum tíma. Það hafi hún reynt fyrir framan Dwayne Johnson. „Hún stöðvaði bifreið okkar, opnaði hurðina og gekk út á miðri hraðbrautinni. Hún reyndi að verða fyrir bíl,“ segir Johnson.Misheppnuð tilraun „Bílarnir komu á fullri ferð en sem betur fer náðu bílstjórarnir að sveigja fram hjá henni. Ég stökk til og reif hana aftur inn í bílinn. Það sem er svo ótrúlegt við þessa sjálfsmorðstilraun er að móðir mín man enn í dag ekki neitt hvað gerðist þarna.“ „Það var versti tími lífs míns,“ segir Johnson en kærastan hans hætti einnig með honum á svipuðum tíma. „Ég náði þeim botni í lífi mínu að mig langaði ekki að gera neitt og vildi ekki fara út úr húsi. Ég grét stanslaust,“ segir The Rock sem segir að hann og móðir hans hafi á endanum náð að jafna sig. „Í dag gerum við bæði okkar allra besta til að gefa fólki sem á um sárt að binda aukna athygli og reynum að aðstoða. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að það sé í lagi að opna sig. Karlmenn eiga það til að byrgja allt inni í sér. Þú ert ekki einn,“ segir The Rock í Twitter-færslu eftir að viðtalið við hann birtist.Got tons of responses to this. Thank you. We all go thru the sludge/shit and depression never discriminates. Took me a long time to realize it but the key is to not be afraid to open up. Especially us dudes have a tendency to keep it in. You’re not alonehttps://t.co/ADHjYtGe3k — Dwayne Johnson (@TheRock) April 2, 2018 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, opnaði sig um baráttuna við þunglyndi í viðtali við slúðurtímaritið Sunday Express en Johnson er hæst launaðasti leikarinn í Hollywood. Í viðtalinu talar Johnson helst um þegar móðir hans reyndi sjálfsmorð á sínum tíma og þegar draumar hans um að verða atvinnumaður í amerískum fótbolta urðu að engu. Leikarinn segir að móðir sín Ata hafi reynt að taka sitt eigið líf þegar þau misstu húsnæði sitt á sínum tíma. Það hafi hún reynt fyrir framan Dwayne Johnson. „Hún stöðvaði bifreið okkar, opnaði hurðina og gekk út á miðri hraðbrautinni. Hún reyndi að verða fyrir bíl,“ segir Johnson.Misheppnuð tilraun „Bílarnir komu á fullri ferð en sem betur fer náðu bílstjórarnir að sveigja fram hjá henni. Ég stökk til og reif hana aftur inn í bílinn. Það sem er svo ótrúlegt við þessa sjálfsmorðstilraun er að móðir mín man enn í dag ekki neitt hvað gerðist þarna.“ „Það var versti tími lífs míns,“ segir Johnson en kærastan hans hætti einnig með honum á svipuðum tíma. „Ég náði þeim botni í lífi mínu að mig langaði ekki að gera neitt og vildi ekki fara út úr húsi. Ég grét stanslaust,“ segir The Rock sem segir að hann og móðir hans hafi á endanum náð að jafna sig. „Í dag gerum við bæði okkar allra besta til að gefa fólki sem á um sárt að binda aukna athygli og reynum að aðstoða. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að það sé í lagi að opna sig. Karlmenn eiga það til að byrgja allt inni í sér. Þú ert ekki einn,“ segir The Rock í Twitter-færslu eftir að viðtalið við hann birtist.Got tons of responses to this. Thank you. We all go thru the sludge/shit and depression never discriminates. Took me a long time to realize it but the key is to not be afraid to open up. Especially us dudes have a tendency to keep it in. You’re not alonehttps://t.co/ADHjYtGe3k — Dwayne Johnson (@TheRock) April 2, 2018
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira