Á þriðja tug Íslendinga kaupa DNA próf í hverri viku Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi. Fyrst var sagt frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir þó að um fimm Íslendingar kaupi slík próf af danska fyrirtækinu DNATEST.dk í viku hverri, en hið rétta er hins vegar 25. Johannes Brejner, eigandi fyrirtækisins segist hafa greint stóraukinn áhuga Íslendinga á slíkum rannsóknum undanfarna mánuði „Til dæmis búa þrefalt fleiri í Kaupmannahöfn en á Íslandi en við seljum Kaupmannahafnarbúum álíka mörg próf og Íslendingum,“ bendir Johannes á.Telur áhugann að rekja til íslensks sjónvarpsefnis Hann telur líklegt að hinn aukna áhuga megi m.a. rekja til íslensks sjónvarpsefnis á borð við Leitina að upprunanum og umræður sem spunnist hafi um slík mál. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur m.a. fram að prófin veiti svo gott sem 100% vissu um hvort skyldleiki sé til staðar. Fullum trúnaði er heitið og ferlið afar einfalt. „Þú ferð inn á vefinn, kaupir próf, sendir okkur gögn og tveimur til fimm dögum síðar færðu niðurstöðurnar í pósti,“ segir Johannes. Um er að ræða munnvatnssýni sem tekin eru með einni stroku. Engrar pappírsvinnu eða skýrgreinds samþykkis þess sem er prófaður er krafist af fyrirtækinu. Sé prófið tekið á barni er t.a.m. ekki gerð krafa um að sérstakt samþykki foreldra þess sé sent með sýninu. „Ef þú hefur aðgang að barninu, ert til dæmis faðir þess, þá þarftu ekki að biðja móðurina um leyfi til sýnatöku, enda er munnsýnataka ekki inngrip sem krefst leyfis,“ segir Johannes.Kári tilbúinn að gera prófin frítt Ætla má að í einhverjum tilfellum sé hugmyndin að nota slík próf í faðernis- eða véfengingarmálum, þó ekki liggi fyrir skýr dómafordæmi um notkun prófa sem aflað er með þessum hætti. Fyrir dönsku prófin er greitt á þriðja tug þúsunda króna. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, bendir hins vegar á að slíkt ætti að vera óþarft. „Við hjá Íslenskri erfðagreiningu erum tilbúin til að gera þetta ókeypis fyrir hvern þann sem til okkar leitar. Við getum gert þetta hratt og nákvæmar en nokkur dönsk rannsóknarstofa getur,“ segir Kári. Kári segir einhverja tugi Íslendinga fá fyrirtækið til að gera slíka rannsókn á ári hverju – margfalt færri en þá dönsku, en sú þjónusta er þó ekki sérstaklega auglýst. „Nú, það er líka sá möguleiki að fólk sé svolítið feimið við að gera þetta í Reykjavík. Það halda margir að minni hætta sé á að niðurstöður berist út sé það gert annars staðar. Við getum hins vegar tryggt það nokkuð vel með því að nota okkar dulkóðunarkerfi,“ segir Kári að lokum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi. Fyrst var sagt frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir þó að um fimm Íslendingar kaupi slík próf af danska fyrirtækinu DNATEST.dk í viku hverri, en hið rétta er hins vegar 25. Johannes Brejner, eigandi fyrirtækisins segist hafa greint stóraukinn áhuga Íslendinga á slíkum rannsóknum undanfarna mánuði „Til dæmis búa þrefalt fleiri í Kaupmannahöfn en á Íslandi en við seljum Kaupmannahafnarbúum álíka mörg próf og Íslendingum,“ bendir Johannes á.Telur áhugann að rekja til íslensks sjónvarpsefnis Hann telur líklegt að hinn aukna áhuga megi m.a. rekja til íslensks sjónvarpsefnis á borð við Leitina að upprunanum og umræður sem spunnist hafi um slík mál. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur m.a. fram að prófin veiti svo gott sem 100% vissu um hvort skyldleiki sé til staðar. Fullum trúnaði er heitið og ferlið afar einfalt. „Þú ferð inn á vefinn, kaupir próf, sendir okkur gögn og tveimur til fimm dögum síðar færðu niðurstöðurnar í pósti,“ segir Johannes. Um er að ræða munnvatnssýni sem tekin eru með einni stroku. Engrar pappírsvinnu eða skýrgreinds samþykkis þess sem er prófaður er krafist af fyrirtækinu. Sé prófið tekið á barni er t.a.m. ekki gerð krafa um að sérstakt samþykki foreldra þess sé sent með sýninu. „Ef þú hefur aðgang að barninu, ert til dæmis faðir þess, þá þarftu ekki að biðja móðurina um leyfi til sýnatöku, enda er munnsýnataka ekki inngrip sem krefst leyfis,“ segir Johannes.Kári tilbúinn að gera prófin frítt Ætla má að í einhverjum tilfellum sé hugmyndin að nota slík próf í faðernis- eða véfengingarmálum, þó ekki liggi fyrir skýr dómafordæmi um notkun prófa sem aflað er með þessum hætti. Fyrir dönsku prófin er greitt á þriðja tug þúsunda króna. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, bendir hins vegar á að slíkt ætti að vera óþarft. „Við hjá Íslenskri erfðagreiningu erum tilbúin til að gera þetta ókeypis fyrir hvern þann sem til okkar leitar. Við getum gert þetta hratt og nákvæmar en nokkur dönsk rannsóknarstofa getur,“ segir Kári. Kári segir einhverja tugi Íslendinga fá fyrirtækið til að gera slíka rannsókn á ári hverju – margfalt færri en þá dönsku, en sú þjónusta er þó ekki sérstaklega auglýst. „Nú, það er líka sá möguleiki að fólk sé svolítið feimið við að gera þetta í Reykjavík. Það halda margir að minni hætta sé á að niðurstöður berist út sé það gert annars staðar. Við getum hins vegar tryggt það nokkuð vel með því að nota okkar dulkóðunarkerfi,“ segir Kári að lokum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira