Systurnar Venus og Serena Williams mættust í nótt á Indian Wells. Þetta er fyrsta mót Serenu eftir að hún eignaðist barn fyrir hálfu ári síðan.
Serena á skiljanlega nokkuð í land með að ná fyrri styrk og það sýndi sig í nótt því stóra systir pakkaði henni saman, 6-3 og 6-4.
„Ég á langt í land og þetta var augljóslega ekki auðvelt,“ sagði Serena en hún lagði Venus í úrslitum Opna ástralska mótsins á síðasta ári er hún var ólétt.
Þetta var 29. viðureign systranna á ferlinum og er Serena enn yfir, 17-12.
Venus skemmdi endurkomu Serenu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti


„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti


Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti