Sport

Sjö ár síðan ungur Conor kláraði bardaga á 16 sekúndum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungur Conor á vigtinni hjá UFC.
Ungur Conor á vigtinni hjá UFC. vísir/getty

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Íranum Conor McGregor en fyrir sjö árum síðan var hann að keppa í Cage Contender á meðan Gunnar Nelson var að hefja feril sinn hjá UFC.

Í gær voru liðin sjö ár frá að Conor kláraði Mike Wood á aðeins 16 sekúndum. Sama kvöld vann boxþjálfari hans í dag, Owen Roddy, góðan sigur.

Strákarnir á SevereMMA eiga enn myndir frá þessu kvöldi sem og viðtal við Conor.

Þar kemur meðal annars fram að Conor sé á leiðinni til Íslands og fari svo með Gunnari til Nottingham þar sem okkar maður var að hefja feril sinn hjá UFC. Skemmtilegar myndir.

Conor keppti svo fyrst hjá UFC í apríl árið 2013. Allir þekkja síðan hans sögu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.