Fær aðeins átta daga til að undirbúa sig fyrir stærsta boxbardaga Íslandssögunnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. mars 2018 08:30 Valgerður einbeitt á kunnuglegum slóðum en hún fær stærsta bardaga ferilsins á laugardaginn. vísir/Anton Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum. Box Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum.
Box Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn