Enginn tími til að verða gamalmenni né fara á flakk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:00 Sigrún er bókuð út árið sem leiðsögumaður, auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. Vísir/Anton Brink Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“ Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Sjá meira