Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í Dublin í maí vísir/getty Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25