Hvorki fást svör né gögn frá kirkjuráði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, í miðið og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup og forseti kirkjuráðs, á göngum biskupsstofu ásamt Magnúsi E. Kristjánssyni, forseta kirkjuþings sem velur í kirkjuráð. Undir kirkjuráð heyra kirkjustaðir og ýmsar stofnanir. Vísir/Vilhelm Ekkert hefur gengið að fá gögn frá kirkjuráði varðandi margvísleg mál þrátt fyrir margítrekaðar óskir Fréttablaðsins síðustu þrjá og hálfan mánuð. Engar skýringar hafa fengist frá þjóðkirkjunni vegna þessa. Upphaflegt erindi var sent 19. október síðastliðinn á póstfang þjóðkirkjunnar og til Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Þar var óskað eftir afriti ýmissa gagna sem lögð höfðu verið fram á fundi kirkjuráðs rúmum mánuði fyrr, þann 12. september. Meðal skjalanna sem óskað var eftir aðgangi að var erindi frá félagi sem heitir AS Hótel og er í fundargerð kirkjuráðs sagt varða kaup á lóðum úr landi kirkjujarðarinnar Heydala á Austurlandi. Kemur fram að kirkjuráð fól framkvæmdastjóranum að svara erindinu. Einnig var um að ræða erindi frá ónefndum aðila um ósk um viðræður um kaup á landspildu á Valþjófstað. Sömuleiðis var bréf frá Lögmönnum Höfðabakka sem óskuðu liðveislu í dómsmáli varðandi Kálfafellsstað. Þá óskaði Fréttablaðið eftir ýmsum erindum sem varða veiðiréttarmál í Affallinu annars vegar og Miðfjarðará hins vegar. Eitt málið snýst um kunnuglegt atriði úr nútíma fasteignasögu þjóðkirkjunnar og er um niðurstöðu myglurannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands í prestbústaðnum á Reykhólum. Þegar þessari beiðni hafði ekki verið svarað 1. nóvember var hún ítrekuð og í leiðinni óskað eftir gögnum af næsta fundi kirkjuráðs þar á eftir sem fram hafði farið 10. október. Þar var til dæmis um að ræða greinargerð framkvæmdastjóra vegna stöðu Skálholts og erindi sóknarnefndar í Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn um sameiningu sóknanna. Skjalastjóri biskupsstofu, Ragnhildur Bragadóttir, afsakaði tafir á afgreiðslu málsins með tölvupósti 9. nóvember. Skýringin væri meðal annars miklar annir vegna kirkjuþings sem þá var fram undan. „Skal pressa á viðkomandi og fylgja málinu fast eftir,“ sagði í skeyti skjalastjórans. Annað skeyti barst 14. nóvember. „Hef sent biskupsritara orðsendingu um að hann svari þér hið snarasta.“ Síðast heyrðist frá þjóðkirkjunni varðandi þessi mál 8. desember síðastliðinn. „Það er á mínu borði að svara þér en vandamál mitt er að fljótlega hættir að sjást í borðið mitt fyrir málum. Síðasti kirkjuráðsfundur ársins verður á þriðjudaginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér,“ segir í tölvuskeyti sem barst þann dag frá Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekuðum óskum um afgreiðslu málsins, síðast fyrir átta dögum, hefur síðan í engu verið svarað. Beiðnum um afrit af gögnum sem lögð hafa verið fyrir kirkjuráð hefur fram að þessu jafnan verið svarað. Oft hafa umbeðin gögn verið afhent en stundum ekki á þeim grundvelli að um trúnaðargögn sé að ræða. Agnes M. Sigurðardóttir biskup er forseti kirkjuráðs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekkert hefur gengið að fá gögn frá kirkjuráði varðandi margvísleg mál þrátt fyrir margítrekaðar óskir Fréttablaðsins síðustu þrjá og hálfan mánuð. Engar skýringar hafa fengist frá þjóðkirkjunni vegna þessa. Upphaflegt erindi var sent 19. október síðastliðinn á póstfang þjóðkirkjunnar og til Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Þar var óskað eftir afriti ýmissa gagna sem lögð höfðu verið fram á fundi kirkjuráðs rúmum mánuði fyrr, þann 12. september. Meðal skjalanna sem óskað var eftir aðgangi að var erindi frá félagi sem heitir AS Hótel og er í fundargerð kirkjuráðs sagt varða kaup á lóðum úr landi kirkjujarðarinnar Heydala á Austurlandi. Kemur fram að kirkjuráð fól framkvæmdastjóranum að svara erindinu. Einnig var um að ræða erindi frá ónefndum aðila um ósk um viðræður um kaup á landspildu á Valþjófstað. Sömuleiðis var bréf frá Lögmönnum Höfðabakka sem óskuðu liðveislu í dómsmáli varðandi Kálfafellsstað. Þá óskaði Fréttablaðið eftir ýmsum erindum sem varða veiðiréttarmál í Affallinu annars vegar og Miðfjarðará hins vegar. Eitt málið snýst um kunnuglegt atriði úr nútíma fasteignasögu þjóðkirkjunnar og er um niðurstöðu myglurannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands í prestbústaðnum á Reykhólum. Þegar þessari beiðni hafði ekki verið svarað 1. nóvember var hún ítrekuð og í leiðinni óskað eftir gögnum af næsta fundi kirkjuráðs þar á eftir sem fram hafði farið 10. október. Þar var til dæmis um að ræða greinargerð framkvæmdastjóra vegna stöðu Skálholts og erindi sóknarnefndar í Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn um sameiningu sóknanna. Skjalastjóri biskupsstofu, Ragnhildur Bragadóttir, afsakaði tafir á afgreiðslu málsins með tölvupósti 9. nóvember. Skýringin væri meðal annars miklar annir vegna kirkjuþings sem þá var fram undan. „Skal pressa á viðkomandi og fylgja málinu fast eftir,“ sagði í skeyti skjalastjórans. Annað skeyti barst 14. nóvember. „Hef sent biskupsritara orðsendingu um að hann svari þér hið snarasta.“ Síðast heyrðist frá þjóðkirkjunni varðandi þessi mál 8. desember síðastliðinn. „Það er á mínu borði að svara þér en vandamál mitt er að fljótlega hættir að sjást í borðið mitt fyrir málum. Síðasti kirkjuráðsfundur ársins verður á þriðjudaginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér,“ segir í tölvuskeyti sem barst þann dag frá Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekuðum óskum um afgreiðslu málsins, síðast fyrir átta dögum, hefur síðan í engu verið svarað. Beiðnum um afrit af gögnum sem lögð hafa verið fyrir kirkjuráð hefur fram að þessu jafnan verið svarað. Oft hafa umbeðin gögn verið afhent en stundum ekki á þeim grundvelli að um trúnaðargögn sé að ræða. Agnes M. Sigurðardóttir biskup er forseti kirkjuráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira