Hvorki fást svör né gögn frá kirkjuráði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, í miðið og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup og forseti kirkjuráðs, á göngum biskupsstofu ásamt Magnúsi E. Kristjánssyni, forseta kirkjuþings sem velur í kirkjuráð. Undir kirkjuráð heyra kirkjustaðir og ýmsar stofnanir. Vísir/Vilhelm Ekkert hefur gengið að fá gögn frá kirkjuráði varðandi margvísleg mál þrátt fyrir margítrekaðar óskir Fréttablaðsins síðustu þrjá og hálfan mánuð. Engar skýringar hafa fengist frá þjóðkirkjunni vegna þessa. Upphaflegt erindi var sent 19. október síðastliðinn á póstfang þjóðkirkjunnar og til Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Þar var óskað eftir afriti ýmissa gagna sem lögð höfðu verið fram á fundi kirkjuráðs rúmum mánuði fyrr, þann 12. september. Meðal skjalanna sem óskað var eftir aðgangi að var erindi frá félagi sem heitir AS Hótel og er í fundargerð kirkjuráðs sagt varða kaup á lóðum úr landi kirkjujarðarinnar Heydala á Austurlandi. Kemur fram að kirkjuráð fól framkvæmdastjóranum að svara erindinu. Einnig var um að ræða erindi frá ónefndum aðila um ósk um viðræður um kaup á landspildu á Valþjófstað. Sömuleiðis var bréf frá Lögmönnum Höfðabakka sem óskuðu liðveislu í dómsmáli varðandi Kálfafellsstað. Þá óskaði Fréttablaðið eftir ýmsum erindum sem varða veiðiréttarmál í Affallinu annars vegar og Miðfjarðará hins vegar. Eitt málið snýst um kunnuglegt atriði úr nútíma fasteignasögu þjóðkirkjunnar og er um niðurstöðu myglurannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands í prestbústaðnum á Reykhólum. Þegar þessari beiðni hafði ekki verið svarað 1. nóvember var hún ítrekuð og í leiðinni óskað eftir gögnum af næsta fundi kirkjuráðs þar á eftir sem fram hafði farið 10. október. Þar var til dæmis um að ræða greinargerð framkvæmdastjóra vegna stöðu Skálholts og erindi sóknarnefndar í Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn um sameiningu sóknanna. Skjalastjóri biskupsstofu, Ragnhildur Bragadóttir, afsakaði tafir á afgreiðslu málsins með tölvupósti 9. nóvember. Skýringin væri meðal annars miklar annir vegna kirkjuþings sem þá var fram undan. „Skal pressa á viðkomandi og fylgja málinu fast eftir,“ sagði í skeyti skjalastjórans. Annað skeyti barst 14. nóvember. „Hef sent biskupsritara orðsendingu um að hann svari þér hið snarasta.“ Síðast heyrðist frá þjóðkirkjunni varðandi þessi mál 8. desember síðastliðinn. „Það er á mínu borði að svara þér en vandamál mitt er að fljótlega hættir að sjást í borðið mitt fyrir málum. Síðasti kirkjuráðsfundur ársins verður á þriðjudaginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér,“ segir í tölvuskeyti sem barst þann dag frá Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekuðum óskum um afgreiðslu málsins, síðast fyrir átta dögum, hefur síðan í engu verið svarað. Beiðnum um afrit af gögnum sem lögð hafa verið fyrir kirkjuráð hefur fram að þessu jafnan verið svarað. Oft hafa umbeðin gögn verið afhent en stundum ekki á þeim grundvelli að um trúnaðargögn sé að ræða. Agnes M. Sigurðardóttir biskup er forseti kirkjuráðs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ekkert hefur gengið að fá gögn frá kirkjuráði varðandi margvísleg mál þrátt fyrir margítrekaðar óskir Fréttablaðsins síðustu þrjá og hálfan mánuð. Engar skýringar hafa fengist frá þjóðkirkjunni vegna þessa. Upphaflegt erindi var sent 19. október síðastliðinn á póstfang þjóðkirkjunnar og til Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Þar var óskað eftir afriti ýmissa gagna sem lögð höfðu verið fram á fundi kirkjuráðs rúmum mánuði fyrr, þann 12. september. Meðal skjalanna sem óskað var eftir aðgangi að var erindi frá félagi sem heitir AS Hótel og er í fundargerð kirkjuráðs sagt varða kaup á lóðum úr landi kirkjujarðarinnar Heydala á Austurlandi. Kemur fram að kirkjuráð fól framkvæmdastjóranum að svara erindinu. Einnig var um að ræða erindi frá ónefndum aðila um ósk um viðræður um kaup á landspildu á Valþjófstað. Sömuleiðis var bréf frá Lögmönnum Höfðabakka sem óskuðu liðveislu í dómsmáli varðandi Kálfafellsstað. Þá óskaði Fréttablaðið eftir ýmsum erindum sem varða veiðiréttarmál í Affallinu annars vegar og Miðfjarðará hins vegar. Eitt málið snýst um kunnuglegt atriði úr nútíma fasteignasögu þjóðkirkjunnar og er um niðurstöðu myglurannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands í prestbústaðnum á Reykhólum. Þegar þessari beiðni hafði ekki verið svarað 1. nóvember var hún ítrekuð og í leiðinni óskað eftir gögnum af næsta fundi kirkjuráðs þar á eftir sem fram hafði farið 10. október. Þar var til dæmis um að ræða greinargerð framkvæmdastjóra vegna stöðu Skálholts og erindi sóknarnefndar í Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn um sameiningu sóknanna. Skjalastjóri biskupsstofu, Ragnhildur Bragadóttir, afsakaði tafir á afgreiðslu málsins með tölvupósti 9. nóvember. Skýringin væri meðal annars miklar annir vegna kirkjuþings sem þá var fram undan. „Skal pressa á viðkomandi og fylgja málinu fast eftir,“ sagði í skeyti skjalastjórans. Annað skeyti barst 14. nóvember. „Hef sent biskupsritara orðsendingu um að hann svari þér hið snarasta.“ Síðast heyrðist frá þjóðkirkjunni varðandi þessi mál 8. desember síðastliðinn. „Það er á mínu borði að svara þér en vandamál mitt er að fljótlega hættir að sjást í borðið mitt fyrir málum. Síðasti kirkjuráðsfundur ársins verður á þriðjudaginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér,“ segir í tölvuskeyti sem barst þann dag frá Oddi Einarssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekuðum óskum um afgreiðslu málsins, síðast fyrir átta dögum, hefur síðan í engu verið svarað. Beiðnum um afrit af gögnum sem lögð hafa verið fyrir kirkjuráð hefur fram að þessu jafnan verið svarað. Oft hafa umbeðin gögn verið afhent en stundum ekki á þeim grundvelli að um trúnaðargögn sé að ræða. Agnes M. Sigurðardóttir biskup er forseti kirkjuráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira