Sport

Hvolparnir hans Fallon hafa loksins trú á Patriots | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hvolparnir höfðu rétt fyrir sér með úrslitaleik Panthers og Broncos fyrir nokkrum árum.
Hvolparnir höfðu rétt fyrir sér með úrslitaleik Panthers og Broncos fyrir nokkrum árum. Vísir/getty
Spjallþáttarstjórnandinn Jimmy Fallon fékk að vanda nokkra hungraða hvolpa til að spá fyrir um niðurstöðu Ofurskálarinnar (e. SuperBowl) í Tonight Show í vikuni en Fallon hefur gert þetta fyrir stærstu íþróttaviðburðina Vestanhafs undanfarin ár.

Er þetta þriðja ferð Patriots í Ofurskálina á undanförnum fjórum árum en í fyrsta sinn sem hvolparnir spá fyrir um sigur Patriots og það með töluverðum yfirburðum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hvolparnir spá fyrir um úrslitin
Það skal þó ekki taka spá þeirra sem öruggum upplýsingum en þeir spáðu vitlaust fyrir um sigur bæði Seattle Seahawks og Atlanta Falcons gegn Patriots á sínum tíma.

Þeir spáðu hinsvegar rétt fyrir um að Denver Broncos myndu sigra gegn Carolina Panthers.

Það tíðkast í Bandaríkjunum að láta dýr spá fyrir um úrslit stórleikja en eins og sjá má hér fyrir neðan spá einnig gíraffar og höfrungar Patriots sigri í kvöld.

Flóðhestur, pandabjörn, fílar og örninn Ahren virðast þó öll hafa meiri trú á Philadelphia Eagles.

Gíraffarnir hafa trú á Föðurlandsvinunum: Fíllinn styður Ernina: Rétt eins og örninn Ahren: Og pandabjörninn Le Le: x
NFL

Tengdar fréttir

Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi?

Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, SuperBowl, fer fram í kvöld og hefst vegleg upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 en leikurinn sjálfur hefst um hálf tólf. Í leikhléum munu sérfræðingar Stöðvar 2 Sport rýna í leikinn, stærstu leikkerfin og slá á létta strengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×