Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka." Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aftur við sér í dag eftir skarpa dýfu víða um heim í gær. Upptökin voru í Bandaríkjunum fyrir helgi en í gær lækkaði Dow Jones vísitalan um tæpa 1.200 punkta eða 4,6%. Punktalækkunin hefur aldrei verið meiri á einum degi og í prósentum er þetta mesta lækkunin í sjö ár. Þróunin hélt áfram í Asíu og Evrópu í dag þar sem lækkanir helstu vísitalna voru í kringum tvö prósent. Við opnun markaða á Wall Street klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma kvað hins vegar við nýjan tón. Dow Jones tók upphaflega skarpa dýfu en náði sér síðan aftur á strik. Sérfræðingur við kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi telur ekki ástæðu til að örvænta en býst við breyttum mörkuðum á þessu ári. „Það sem hefur breyst er stöðugleikinn, yfirvegunin og þetta er vegna þess að árið 2018 getur ýmislegt óvænt gerst, annaðhvort hvað vexti varðar eða verðbólgu. Þetta er breyting frá 2017 þegar umhverfið var mjög rólegt," segir David Kohl, gjaldeyrismiðlari hjá Julius Baer bankanum. Áhrifanna gætti einnig á Íslandi þar sem úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði í gær og tók 2,5% dýfu í morgun. Markaðurinn náði sér þó aftur að einhverju leyti og í lok dags nam lækkunin rúmu einu prósenti. Dósent í hagfræði segir miklar nýlegar hækkanir á mörkuðum ytra skýra þróunina að hluta. Þá sé einnig vaxandi ótti um verðbólgu. „Það hefur í rauninni ekki verið verðbólga ytra í einhver tíu ár eða áratug og nú er verið að ræða að hún sé mögulega aftur að koma fram. Þá fara menn að óttast," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann telur engar stórvægilegar breytingar framundan þrátt fyrir að verðbólga á heimsvísu gæti haft áhrif hér á landi. „Það hefur auðvitað áhrif á viðskiptakjörin ef verðlag byrjar að hækka úti en svona almennt séð held ég að það sé ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Allavega ekki af þessu sem er að gerast núna," segir Ásgeir. „Það er ekki hægt að halda því fram að það sé einhver hlutabréfabóla hér eða eitthvað álíka."
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira