Hvað er áfallastreita? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:00 Edda Björk Þórðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum Eftir að við lendum í áföllum þurfum við að huga vel að okkur. Það getur verið erfitt að bera þá byrði sem áfallinu fylgir og þá er gott að geta leitað til þeirra sem við treystum best. Sumir eiga erfitt með að segja sínum nánustu frá áfallinu og velja frekar að leita til fagaðila. Í kjölfar alvarlegs áfalls er eðlilegt að upplifa einkenni áfallastreitu. Í sumum tilvikum hverfa einkennin á fyrstu vikunum eftir áfallið en stundum vara þau lengur og ágerast jafnvel með tímanum. Þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar fagaðila. Áfallastreita einkennist af endurupplifun atburðarins (t.d. í formi martraða eða endurtekinna minninga); forðun frá hugsunum og tilfinningum sem tengjast áfallinu og því í umhverfinu sem tengist áfallinu; neikvæðum breytingum á hugarfari og líðan (t.d. minni áhuga eða þátttöku í mikilvægum athöfnum, eða að upplifa sig fjarlægan eða aftengdan öðrum); og aukinni örvun (t.d. pirringi, svefntruflunum og einbeitingarerfiðleikum). Þessi einkenni geta valdið verulegri skerðingu á lífsgæðum og þátttöku í daglegu lífi. Áfallastreitueinkenni geta varað í mörg ár og jafnvel áratugi eftir að áfallið átti sér stað. Það er þó aldrei of seint að leita sér hjálpar. Sérhæfð meðferð við áfallastreitu getur borið mjög góðan árangur jafnvel þó að langur tími sé liðinn frá áfallinu. Algengt er að þeir sem upplifa einkenni áfallastreitu finni einnig fyrir einkennum þunglyndis, kvíða og svefnvanda. Fólk sem er með áfallastreitu er því líklegra en aðrir til að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna ofangreindra vandamála. Það er því mikilvægt að hafa í huga að stundum er áfallastreita rót þeirra vandamála. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð hefur borið góðan árangur við meðferð á áfallastreitu. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Eftir að við lendum í áföllum þurfum við að huga vel að okkur. Það getur verið erfitt að bera þá byrði sem áfallinu fylgir og þá er gott að geta leitað til þeirra sem við treystum best. Sumir eiga erfitt með að segja sínum nánustu frá áfallinu og velja frekar að leita til fagaðila. Í kjölfar alvarlegs áfalls er eðlilegt að upplifa einkenni áfallastreitu. Í sumum tilvikum hverfa einkennin á fyrstu vikunum eftir áfallið en stundum vara þau lengur og ágerast jafnvel með tímanum. Þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar fagaðila. Áfallastreita einkennist af endurupplifun atburðarins (t.d. í formi martraða eða endurtekinna minninga); forðun frá hugsunum og tilfinningum sem tengjast áfallinu og því í umhverfinu sem tengist áfallinu; neikvæðum breytingum á hugarfari og líðan (t.d. minni áhuga eða þátttöku í mikilvægum athöfnum, eða að upplifa sig fjarlægan eða aftengdan öðrum); og aukinni örvun (t.d. pirringi, svefntruflunum og einbeitingarerfiðleikum). Þessi einkenni geta valdið verulegri skerðingu á lífsgæðum og þátttöku í daglegu lífi. Áfallastreitueinkenni geta varað í mörg ár og jafnvel áratugi eftir að áfallið átti sér stað. Það er þó aldrei of seint að leita sér hjálpar. Sérhæfð meðferð við áfallastreitu getur borið mjög góðan árangur jafnvel þó að langur tími sé liðinn frá áfallinu. Algengt er að þeir sem upplifa einkenni áfallastreitu finni einnig fyrir einkennum þunglyndis, kvíða og svefnvanda. Fólk sem er með áfallastreitu er því líklegra en aðrir til að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna ofangreindra vandamála. Það er því mikilvægt að hafa í huga að stundum er áfallastreita rót þeirra vandamála. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð hefur borið góðan árangur við meðferð á áfallastreitu.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira