Ákvað að hætta að fela sig Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 22:15 Elsa Ingibjargardóttir hefur mest gaman af því að klæðast litríkum kjólum með skemmtilegum mynstrum. Elsa Ingibjargardóttir, upplýsingafræðingur, mamma og hrollvekjuaðdáandi, leyfði sér að kaupa einn kjól í Kjólum og konfekti og eftir það hefur hún aðeins keypt falleg föt sem henni líður vel í.Það er nauðsynlegt að eiga fallega kápu utan yfir fallega kjóla. Þessi er frá Lindy Bop og fæst í Kjólar og konfekt.Þegar kona er svona mikið í kjólum er nauðsynlegt að eiga fallega kápu. „Ég á eina kápu sem ég er mjög hrifin af en hún er einmitt með þessu 1950’s sniði, þægilega síð og þykk til að halda á manni hita í kuldanum. Hún er frá Hell Bunny og keypt í Kjólum og konfekti á Laugavegi.“ Elsa viðurkennir fúslega að Kjólar og konfekt sé í uppáhaldi. „Ég var alltaf að fresta því að kaupa föt því ég ætlaði að verða grennri eða öðruvísi. Síðan kom þessi búð með alla þessa litríku fallegu kjóla og ég ákvað að „leyfa“ mér einn kjól og síðan þá hef ég keypt mér föt sem ég passa í og líður vel í núna. Ekki föt sem ég passaði í þegar ég var grennri eða föt sem ég „ætti“ að passa í eða mun einhvern tímann passa í. Það var líka frábært að fá búð eins og Curvy og fleiri búðir því áður var mjög takmarkað úrval af fötum fyrir feitar konur. Netið gerði líka allt auðveldara. Ég keypti til dæmis kjólinn sem ég giftist í núna í desember gegnum eBay en hann er frá Hearts and Roses London. Það er kjóll sem ég get síðan notað áfram við ýmis tækifæri því hann er blómlegur og litríkur.“Elsa er hér í brúðarkjólnum sínum sem er frá Hearts and roses London. MYNDir/Anton BrinkÞað þarf ekki að koma á óvart að uppáhaldsflík Elsu er kjóll, gulhvítur með svörtu blómamunstri. „Hann er frá Lindy Bop og alveg svakalega þægilegur auk þess að vera fallegur. Ég legg mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum og finnst algjör óþarfi að vera í óþægilegum fötum þó ég hafi gert það eins og flestar konur.“ Elsa segist alltaf hafa verið hrifin af sterkum og miklum litum. „Mér finnst ég eitthvað skrýtin ef ég er alveg svartklædd, það er bara ekki ég. Ef ég er í dökkum kjólum þá fer ég oft í sokkabuxur í sterkum lit eins og t.d. rauðar eða fjólubláar. Ég lagði mikið upp úr því að fela mig áður, gekk í mjög litlausum fötum sem voru í raun bara gerð til að hylja mann. Feitt fólk fær oft leiðinleg komment varðandi útlitið bæði frá nákomnum og ókunnugu fólki og það styður þá hugsun að fela sig og passa að láta ekki fara mikið fyrir sér. Ég ákvað einhvern tíma að hætta að fela mig og reyna að verða einhver „betri“ manneskja sem þýðir oftast að ég eigi að líta öðruvísi út. Ég var svo lengi alltaf í megrun eða á leið í megrun og á meðan mátti ég ekki gera neitt fyrir mig eins og til dæmis að kaupa mér falleg föt. Ég er að vinna að því að koma mér út úr þessu leiðinlega þreytandi og mannskemmandi munstri og sýna sjálfri mér þá virðingu sem allir eiga skilið, óháð útliti. Hluti af því er að kaupa sér falleg föt og vera áberandi og flott.“ Sem Elsu hefur svo sannarlega tekist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Elsa Ingibjargardóttir, upplýsingafræðingur, mamma og hrollvekjuaðdáandi, leyfði sér að kaupa einn kjól í Kjólum og konfekti og eftir það hefur hún aðeins keypt falleg föt sem henni líður vel í.Það er nauðsynlegt að eiga fallega kápu utan yfir fallega kjóla. Þessi er frá Lindy Bop og fæst í Kjólar og konfekt.Þegar kona er svona mikið í kjólum er nauðsynlegt að eiga fallega kápu. „Ég á eina kápu sem ég er mjög hrifin af en hún er einmitt með þessu 1950’s sniði, þægilega síð og þykk til að halda á manni hita í kuldanum. Hún er frá Hell Bunny og keypt í Kjólum og konfekti á Laugavegi.“ Elsa viðurkennir fúslega að Kjólar og konfekt sé í uppáhaldi. „Ég var alltaf að fresta því að kaupa föt því ég ætlaði að verða grennri eða öðruvísi. Síðan kom þessi búð með alla þessa litríku fallegu kjóla og ég ákvað að „leyfa“ mér einn kjól og síðan þá hef ég keypt mér föt sem ég passa í og líður vel í núna. Ekki föt sem ég passaði í þegar ég var grennri eða föt sem ég „ætti“ að passa í eða mun einhvern tímann passa í. Það var líka frábært að fá búð eins og Curvy og fleiri búðir því áður var mjög takmarkað úrval af fötum fyrir feitar konur. Netið gerði líka allt auðveldara. Ég keypti til dæmis kjólinn sem ég giftist í núna í desember gegnum eBay en hann er frá Hearts and Roses London. Það er kjóll sem ég get síðan notað áfram við ýmis tækifæri því hann er blómlegur og litríkur.“Elsa er hér í brúðarkjólnum sínum sem er frá Hearts and roses London. MYNDir/Anton BrinkÞað þarf ekki að koma á óvart að uppáhaldsflík Elsu er kjóll, gulhvítur með svörtu blómamunstri. „Hann er frá Lindy Bop og alveg svakalega þægilegur auk þess að vera fallegur. Ég legg mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum og finnst algjör óþarfi að vera í óþægilegum fötum þó ég hafi gert það eins og flestar konur.“ Elsa segist alltaf hafa verið hrifin af sterkum og miklum litum. „Mér finnst ég eitthvað skrýtin ef ég er alveg svartklædd, það er bara ekki ég. Ef ég er í dökkum kjólum þá fer ég oft í sokkabuxur í sterkum lit eins og t.d. rauðar eða fjólubláar. Ég lagði mikið upp úr því að fela mig áður, gekk í mjög litlausum fötum sem voru í raun bara gerð til að hylja mann. Feitt fólk fær oft leiðinleg komment varðandi útlitið bæði frá nákomnum og ókunnugu fólki og það styður þá hugsun að fela sig og passa að láta ekki fara mikið fyrir sér. Ég ákvað einhvern tíma að hætta að fela mig og reyna að verða einhver „betri“ manneskja sem þýðir oftast að ég eigi að líta öðruvísi út. Ég var svo lengi alltaf í megrun eða á leið í megrun og á meðan mátti ég ekki gera neitt fyrir mig eins og til dæmis að kaupa mér falleg föt. Ég er að vinna að því að koma mér út úr þessu leiðinlega þreytandi og mannskemmandi munstri og sýna sjálfri mér þá virðingu sem allir eiga skilið, óháð útliti. Hluti af því er að kaupa sér falleg föt og vera áberandi og flott.“ Sem Elsu hefur svo sannarlega tekist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein