Bjargvættur í töff bol Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 22:30 Axel Björnsson úr Pink Street Boys er mikill skyrtukall og klæðist oft töff bol, leðurjakka og svörtum gallabuxum. Vísir/Eyþór Rokksveitin Pink Street Boys hefur m.a. verið kölluð „bjargvættir rokksins“ og hinir „íslensku Ramones“ sem Axel Björnssyni, gítarleikara og einum af söngvurum sveitarinnar, finnst vera algjör snilld. Hljómsveitin gaf út sína aðra plötu síðasta haust sem hefur fengið mjög góðar við- tökur meðal gagnrýnenda og rokk- þyrstra landsmanna. Þessa dagana eru þeir félagar á fullu að semja nýtt efni og eru ný byrjaðir að semja á íslensku. „Það er mjög ferskt fyrir eyrun, íslenskan er groddalegt mál sem fer vel við skítugu tónlistina okkar. Fram undan síðar á árinu eru svo festivöl í sumar og nóg af bargiggum. Vinir okkar úr hljómsveitinni Mister Lizard frá Brighton eru á leiðinni til landsins og svo einhver skítug rokkhljómsveit frá Kaliforníu sem ég man ekki hvað heitir. Nóg að gerast.“ Hann segist sjaldan hafa verið jafn mikið í pressunni og þessa dagana. „Við erum búnir að gera tvö myndbönd við lög af plötunni og stefnum á að gera annað bráðlega. Svo er bara að spila og spila.“ Spurður um eigin fatastíl segist hann hafa einfaldan smekk og vera mikill skyrtukall, helst í skógarhöggsmannastíl. „Þó er ég langoftast í einhverjum töff bol, leðurjakka og svörtum gallabuxum. Ég er líka oft í lyftinganærbol því mér finnst það svo kúl því þá lít ég út eins og MMA-bardagamaður. Ég stunda samt enga líkamsrækt, því miður.“Áttu þér tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki bara blanda af Danny Zuko úr Grease og Roy Nelson MMA-bardagakappa. Ég held að ég yrði útkoman ef þeir myndu eignast barn saman.Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Ég var meiri skógarhöggsmaður en er meiri Danny Zuko núna. Áður hafði ég ekkert vit á tísku og var bara í joggingbuxum og úlpum. Núna vil ég bara vera í leðurjakka, gallabuxum og bol með þröngum ermum svo ég líti út fyrir að vera með stærri upphandleggi. Ég þoldi ekki að fara í fatabúðir áður en núna finnst mér ég alltaf vera í H&M eða Kolaportinu að leita að flottum bolum. Nærboli fæ ég svo í Sports Direct.Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég fer stundum á eBay, leita að „men’s leather bomber jacket“ og læt mig dreyma. Svo hef ég líka smá blæti fyrir hafnaboltajökkum og derhúfum. Ég stefni á að kaupa einhvern flottan hafnaboltajakka. Verst að ég veit ekkert um hafnabolta.Axel Björnsson úr Pink Street Boys í uppáhaldsflíkinni sinni, svarta leðurjakkanum. MYND/EYÞÓRHvar kaupir þú helst fötin þín? Kolaportinu, Sports Direct, H&M og Dressman.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Ég er alltaf að týna flíkum. Þó á ég enn baðslopp frá Vogi sem vinur frænda míns rændi á sínum tíma. Búinn að eiga hann í allavega tíu ár og nota hann á kósí dögum.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Sports Direct og Kolaportið. Í útlöndum reyni ég helst að finna kúl jakka og boli á flóamörkuðum.Áttu þér uppáhaldsflík? Það er leðurjakkinn sem ég sýni hér. Daníel vinur minn græddi hann þegar hann var í sveit í Arnarfirði sem táningur. Ég fékk að máta hann fyrir myndatöku og hann fór mér bara svo drulluvel.Bestu og verstu fatakaupin? Ég fór í outlet í Boston í sumar og keypti Timberland og Converse skó á samanlagt 7.000 kr. Verstu kaupin voru þessar 3-4 Chinos buxur úr Dressman. Það var alltaf að rifna gat á klofið á mér.Eyðir þú miklu í föt? Nei. En svona 100 sinnum meira en ég gerði fyrir fimm árum.Notar þú fylgihluti? Sólgleraugu algjört „must“, helst flugmanna Ray Ban eða stór og fyrirferðarmikil sólgleraugu. Svo eru tóbaksklútar alltaf góðir. Mamma prjónaði rosa fallega húfu á mig fyrir jólin sem ég er mikið með í kuldanum.Hvert stefnir þú í lífinu? Bara að halda áfram að gera músík. Kaupa íbúð, finna mér góða konu. Hætta að éta rusl og borða meiri fisk og lýsi. Svo þarf maður að fara að ferðast meira. Núna er ég mjög spenntur fyrir Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og suðurríkjum Bandaríkjanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Rokksveitin Pink Street Boys hefur m.a. verið kölluð „bjargvættir rokksins“ og hinir „íslensku Ramones“ sem Axel Björnssyni, gítarleikara og einum af söngvurum sveitarinnar, finnst vera algjör snilld. Hljómsveitin gaf út sína aðra plötu síðasta haust sem hefur fengið mjög góðar við- tökur meðal gagnrýnenda og rokk- þyrstra landsmanna. Þessa dagana eru þeir félagar á fullu að semja nýtt efni og eru ný byrjaðir að semja á íslensku. „Það er mjög ferskt fyrir eyrun, íslenskan er groddalegt mál sem fer vel við skítugu tónlistina okkar. Fram undan síðar á árinu eru svo festivöl í sumar og nóg af bargiggum. Vinir okkar úr hljómsveitinni Mister Lizard frá Brighton eru á leiðinni til landsins og svo einhver skítug rokkhljómsveit frá Kaliforníu sem ég man ekki hvað heitir. Nóg að gerast.“ Hann segist sjaldan hafa verið jafn mikið í pressunni og þessa dagana. „Við erum búnir að gera tvö myndbönd við lög af plötunni og stefnum á að gera annað bráðlega. Svo er bara að spila og spila.“ Spurður um eigin fatastíl segist hann hafa einfaldan smekk og vera mikill skyrtukall, helst í skógarhöggsmannastíl. „Þó er ég langoftast í einhverjum töff bol, leðurjakka og svörtum gallabuxum. Ég er líka oft í lyftinganærbol því mér finnst það svo kúl því þá lít ég út eins og MMA-bardagamaður. Ég stunda samt enga líkamsrækt, því miður.“Áttu þér tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki bara blanda af Danny Zuko úr Grease og Roy Nelson MMA-bardagakappa. Ég held að ég yrði útkoman ef þeir myndu eignast barn saman.Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Ég var meiri skógarhöggsmaður en er meiri Danny Zuko núna. Áður hafði ég ekkert vit á tísku og var bara í joggingbuxum og úlpum. Núna vil ég bara vera í leðurjakka, gallabuxum og bol með þröngum ermum svo ég líti út fyrir að vera með stærri upphandleggi. Ég þoldi ekki að fara í fatabúðir áður en núna finnst mér ég alltaf vera í H&M eða Kolaportinu að leita að flottum bolum. Nærboli fæ ég svo í Sports Direct.Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég fer stundum á eBay, leita að „men’s leather bomber jacket“ og læt mig dreyma. Svo hef ég líka smá blæti fyrir hafnaboltajökkum og derhúfum. Ég stefni á að kaupa einhvern flottan hafnaboltajakka. Verst að ég veit ekkert um hafnabolta.Axel Björnsson úr Pink Street Boys í uppáhaldsflíkinni sinni, svarta leðurjakkanum. MYND/EYÞÓRHvar kaupir þú helst fötin þín? Kolaportinu, Sports Direct, H&M og Dressman.Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Ég er alltaf að týna flíkum. Þó á ég enn baðslopp frá Vogi sem vinur frænda míns rændi á sínum tíma. Búinn að eiga hann í allavega tíu ár og nota hann á kósí dögum.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Sports Direct og Kolaportið. Í útlöndum reyni ég helst að finna kúl jakka og boli á flóamörkuðum.Áttu þér uppáhaldsflík? Það er leðurjakkinn sem ég sýni hér. Daníel vinur minn græddi hann þegar hann var í sveit í Arnarfirði sem táningur. Ég fékk að máta hann fyrir myndatöku og hann fór mér bara svo drulluvel.Bestu og verstu fatakaupin? Ég fór í outlet í Boston í sumar og keypti Timberland og Converse skó á samanlagt 7.000 kr. Verstu kaupin voru þessar 3-4 Chinos buxur úr Dressman. Það var alltaf að rifna gat á klofið á mér.Eyðir þú miklu í föt? Nei. En svona 100 sinnum meira en ég gerði fyrir fimm árum.Notar þú fylgihluti? Sólgleraugu algjört „must“, helst flugmanna Ray Ban eða stór og fyrirferðarmikil sólgleraugu. Svo eru tóbaksklútar alltaf góðir. Mamma prjónaði rosa fallega húfu á mig fyrir jólin sem ég er mikið með í kuldanum.Hvert stefnir þú í lífinu? Bara að halda áfram að gera músík. Kaupa íbúð, finna mér góða konu. Hætta að éta rusl og borða meiri fisk og lýsi. Svo þarf maður að fara að ferðast meira. Núna er ég mjög spenntur fyrir Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og suðurríkjum Bandaríkjanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira