Suðurfrönsk stemming á Barónsstíg Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Emilie og Guðlaug segja að heimagerða bakkelsið sé að slá í gegn hjá gestum. Vísir/eyþór Hvernig stendur á því að frönsk hjón sem eiga blómlegan rekstur í heimalandinu og það á Frönsku rívíerunni taka sig upp og flytja til Íslands og opna þar kaffihús? Svarið er einfaldlega það að þau féllu fyrir landi og þjóð og vildu prófa að búa hér. Nú geta Íslendingar kynnst heimagerðu frönsku bakkelsi á Barónstígnum af eigin raun. Hjónin Emilie og Stephane stofnuðu sitt fyrsta kaffihús í samstarfi við vinkonu sína í miðbæ Nice í Suður-Frakklandi fyrir tíu árum. Þau vildu opna persónulegt og hlýlegt kaffihús sem mótsvar við stórum keðjum líkt og Starbucks og lögðu áherslu á heimabakað bakkelsi.Emilie and the cool kids er nýtt kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu – það lætur ekki mikið yfir sér en setur samt svip sinn á Hverfisgötuna sem er óðum að fá breytta og bætta götumynd.Vinsældir kaffihússins jukust hratt og fljótlega bættu þau öðru kaffihúsi við í Nice og nokkrum árum síðar einu í Mónakó og enn öðru í bænum Cagnes-sur-Mer. Kaffihúsin heita í höfuðið á Emilie – Emilie and the cool kids – en áhugi hennar á bakstri varð kveikjan að stofnun kaffihúsanna. Síðasta sumar fluttu þau hjónin ásamt dóttur sinni til Reykjavíkur og opnuðu kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu í samstarfi við Guðlaugu Gunnarsdóttur myndlistarmann og fleiri Íslendinga. Þetta er fyrsta Emilie’s kaffihúsið sem er opnað utan Frönsku rívíerunnar „Við kynntumst þegar ég var við nám í listaháskólanum í Villa Arson, en þar var ég að læra myndlist. Eitt leiddi af öðru og ég hvatti þau til að koma í heimsókn til Íslands, þau komu margsinnis og í gegnum mig og fleiri kynntust þau landinu með öðrum hætti en hefðbundnir túristar. Þau ákváðu svo að flytja hingað og nú erum við komin á kaf í kaffihúsarekstur,“ segir Guðlaug og rýkur til að afgreiða kaffiþyrsta ferðamenn sem stungu sér inn í hlýjuna. Það er virkilega hlýleg stemmning sem minnir á Suður -Frakkland.Aðspurð um viðtökurnar segir Guðlaug þær vera glimrandi góðar og byggjast ekki einvörðungu á ferðamönnum og lausatraffík. „Við erum komnar með góðan hóp af fastakúnnum.“ Það er svo vinaleg og ljúf stemming á þessi litla kaffihúsi að jafnvel febrúarkuldinn nær ekki að lauma kuldakrumlum sínum inn fyrir þröskuldinn. En það hljóta að vera viðbrigði fyrir þessu frönsku hjón að flytja frá rívíerunni á Hverfisgötuna? Emilie þvertekur fyrir það. Hópur viðskiptavina er fjölbreyttur – bæði fastagestir og erlendir ferðamenn.„Ég er ýmsu vön, er sjálf frá París og þar getur nú stundum orðið kalt. Veturinn hér truflar ekkert, auk þess er landið ykkar svo fallegt að það vegur upp kuldann.“ Þær stöllur bjóða upp á freistandi bakkelsi, frumlegar beyglur, súpur og allar gerðir af kaffidrykkjum. En skyldi vera mikill munur á því að reka kaffihús hér og í Frakklandi? „ Frakkar borða meira sætt, hér er meiri eftirspurn eftir matmeiri skonsum og þvíumlíku. Það er líka krafa um bakkelsi sem hentar vegan og við mætum því að sjálfsögðu,“ segir Emilie sem er alsæl með viðtökurnar og stefnir að því að kynna franskan bakstur enn frekar fyrir landi og þjóð. Emilie leggur áherslu á fjölbreytt úrval sem höfðar til þeirra sem vilja mikil sætindi og hinna sem kjósa eitthvað í hollari kantinum.. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hvernig stendur á því að frönsk hjón sem eiga blómlegan rekstur í heimalandinu og það á Frönsku rívíerunni taka sig upp og flytja til Íslands og opna þar kaffihús? Svarið er einfaldlega það að þau féllu fyrir landi og þjóð og vildu prófa að búa hér. Nú geta Íslendingar kynnst heimagerðu frönsku bakkelsi á Barónstígnum af eigin raun. Hjónin Emilie og Stephane stofnuðu sitt fyrsta kaffihús í samstarfi við vinkonu sína í miðbæ Nice í Suður-Frakklandi fyrir tíu árum. Þau vildu opna persónulegt og hlýlegt kaffihús sem mótsvar við stórum keðjum líkt og Starbucks og lögðu áherslu á heimabakað bakkelsi.Emilie and the cool kids er nýtt kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu – það lætur ekki mikið yfir sér en setur samt svip sinn á Hverfisgötuna sem er óðum að fá breytta og bætta götumynd.Vinsældir kaffihússins jukust hratt og fljótlega bættu þau öðru kaffihúsi við í Nice og nokkrum árum síðar einu í Mónakó og enn öðru í bænum Cagnes-sur-Mer. Kaffihúsin heita í höfuðið á Emilie – Emilie and the cool kids – en áhugi hennar á bakstri varð kveikjan að stofnun kaffihúsanna. Síðasta sumar fluttu þau hjónin ásamt dóttur sinni til Reykjavíkur og opnuðu kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu í samstarfi við Guðlaugu Gunnarsdóttur myndlistarmann og fleiri Íslendinga. Þetta er fyrsta Emilie’s kaffihúsið sem er opnað utan Frönsku rívíerunnar „Við kynntumst þegar ég var við nám í listaháskólanum í Villa Arson, en þar var ég að læra myndlist. Eitt leiddi af öðru og ég hvatti þau til að koma í heimsókn til Íslands, þau komu margsinnis og í gegnum mig og fleiri kynntust þau landinu með öðrum hætti en hefðbundnir túristar. Þau ákváðu svo að flytja hingað og nú erum við komin á kaf í kaffihúsarekstur,“ segir Guðlaug og rýkur til að afgreiða kaffiþyrsta ferðamenn sem stungu sér inn í hlýjuna. Það er virkilega hlýleg stemmning sem minnir á Suður -Frakkland.Aðspurð um viðtökurnar segir Guðlaug þær vera glimrandi góðar og byggjast ekki einvörðungu á ferðamönnum og lausatraffík. „Við erum komnar með góðan hóp af fastakúnnum.“ Það er svo vinaleg og ljúf stemming á þessi litla kaffihúsi að jafnvel febrúarkuldinn nær ekki að lauma kuldakrumlum sínum inn fyrir þröskuldinn. En það hljóta að vera viðbrigði fyrir þessu frönsku hjón að flytja frá rívíerunni á Hverfisgötuna? Emilie þvertekur fyrir það. Hópur viðskiptavina er fjölbreyttur – bæði fastagestir og erlendir ferðamenn.„Ég er ýmsu vön, er sjálf frá París og þar getur nú stundum orðið kalt. Veturinn hér truflar ekkert, auk þess er landið ykkar svo fallegt að það vegur upp kuldann.“ Þær stöllur bjóða upp á freistandi bakkelsi, frumlegar beyglur, súpur og allar gerðir af kaffidrykkjum. En skyldi vera mikill munur á því að reka kaffihús hér og í Frakklandi? „ Frakkar borða meira sætt, hér er meiri eftirspurn eftir matmeiri skonsum og þvíumlíku. Það er líka krafa um bakkelsi sem hentar vegan og við mætum því að sjálfsögðu,“ segir Emilie sem er alsæl með viðtökurnar og stefnir að því að kynna franskan bakstur enn frekar fyrir landi og þjóð. Emilie leggur áherslu á fjölbreytt úrval sem höfðar til þeirra sem vilja mikil sætindi og hinna sem kjósa eitthvað í hollari kantinum..
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira