Suðurfrönsk stemming á Barónsstíg Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Emilie og Guðlaug segja að heimagerða bakkelsið sé að slá í gegn hjá gestum. Vísir/eyþór Hvernig stendur á því að frönsk hjón sem eiga blómlegan rekstur í heimalandinu og það á Frönsku rívíerunni taka sig upp og flytja til Íslands og opna þar kaffihús? Svarið er einfaldlega það að þau féllu fyrir landi og þjóð og vildu prófa að búa hér. Nú geta Íslendingar kynnst heimagerðu frönsku bakkelsi á Barónstígnum af eigin raun. Hjónin Emilie og Stephane stofnuðu sitt fyrsta kaffihús í samstarfi við vinkonu sína í miðbæ Nice í Suður-Frakklandi fyrir tíu árum. Þau vildu opna persónulegt og hlýlegt kaffihús sem mótsvar við stórum keðjum líkt og Starbucks og lögðu áherslu á heimabakað bakkelsi.Emilie and the cool kids er nýtt kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu – það lætur ekki mikið yfir sér en setur samt svip sinn á Hverfisgötuna sem er óðum að fá breytta og bætta götumynd.Vinsældir kaffihússins jukust hratt og fljótlega bættu þau öðru kaffihúsi við í Nice og nokkrum árum síðar einu í Mónakó og enn öðru í bænum Cagnes-sur-Mer. Kaffihúsin heita í höfuðið á Emilie – Emilie and the cool kids – en áhugi hennar á bakstri varð kveikjan að stofnun kaffihúsanna. Síðasta sumar fluttu þau hjónin ásamt dóttur sinni til Reykjavíkur og opnuðu kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu í samstarfi við Guðlaugu Gunnarsdóttur myndlistarmann og fleiri Íslendinga. Þetta er fyrsta Emilie’s kaffihúsið sem er opnað utan Frönsku rívíerunnar „Við kynntumst þegar ég var við nám í listaháskólanum í Villa Arson, en þar var ég að læra myndlist. Eitt leiddi af öðru og ég hvatti þau til að koma í heimsókn til Íslands, þau komu margsinnis og í gegnum mig og fleiri kynntust þau landinu með öðrum hætti en hefðbundnir túristar. Þau ákváðu svo að flytja hingað og nú erum við komin á kaf í kaffihúsarekstur,“ segir Guðlaug og rýkur til að afgreiða kaffiþyrsta ferðamenn sem stungu sér inn í hlýjuna. Það er virkilega hlýleg stemmning sem minnir á Suður -Frakkland.Aðspurð um viðtökurnar segir Guðlaug þær vera glimrandi góðar og byggjast ekki einvörðungu á ferðamönnum og lausatraffík. „Við erum komnar með góðan hóp af fastakúnnum.“ Það er svo vinaleg og ljúf stemming á þessi litla kaffihúsi að jafnvel febrúarkuldinn nær ekki að lauma kuldakrumlum sínum inn fyrir þröskuldinn. En það hljóta að vera viðbrigði fyrir þessu frönsku hjón að flytja frá rívíerunni á Hverfisgötuna? Emilie þvertekur fyrir það. Hópur viðskiptavina er fjölbreyttur – bæði fastagestir og erlendir ferðamenn.„Ég er ýmsu vön, er sjálf frá París og þar getur nú stundum orðið kalt. Veturinn hér truflar ekkert, auk þess er landið ykkar svo fallegt að það vegur upp kuldann.“ Þær stöllur bjóða upp á freistandi bakkelsi, frumlegar beyglur, súpur og allar gerðir af kaffidrykkjum. En skyldi vera mikill munur á því að reka kaffihús hér og í Frakklandi? „ Frakkar borða meira sætt, hér er meiri eftirspurn eftir matmeiri skonsum og þvíumlíku. Það er líka krafa um bakkelsi sem hentar vegan og við mætum því að sjálfsögðu,“ segir Emilie sem er alsæl með viðtökurnar og stefnir að því að kynna franskan bakstur enn frekar fyrir landi og þjóð. Emilie leggur áherslu á fjölbreytt úrval sem höfðar til þeirra sem vilja mikil sætindi og hinna sem kjósa eitthvað í hollari kantinum.. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hvernig stendur á því að frönsk hjón sem eiga blómlegan rekstur í heimalandinu og það á Frönsku rívíerunni taka sig upp og flytja til Íslands og opna þar kaffihús? Svarið er einfaldlega það að þau féllu fyrir landi og þjóð og vildu prófa að búa hér. Nú geta Íslendingar kynnst heimagerðu frönsku bakkelsi á Barónstígnum af eigin raun. Hjónin Emilie og Stephane stofnuðu sitt fyrsta kaffihús í samstarfi við vinkonu sína í miðbæ Nice í Suður-Frakklandi fyrir tíu árum. Þau vildu opna persónulegt og hlýlegt kaffihús sem mótsvar við stórum keðjum líkt og Starbucks og lögðu áherslu á heimabakað bakkelsi.Emilie and the cool kids er nýtt kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu – það lætur ekki mikið yfir sér en setur samt svip sinn á Hverfisgötuna sem er óðum að fá breytta og bætta götumynd.Vinsældir kaffihússins jukust hratt og fljótlega bættu þau öðru kaffihúsi við í Nice og nokkrum árum síðar einu í Mónakó og enn öðru í bænum Cagnes-sur-Mer. Kaffihúsin heita í höfuðið á Emilie – Emilie and the cool kids – en áhugi hennar á bakstri varð kveikjan að stofnun kaffihúsanna. Síðasta sumar fluttu þau hjónin ásamt dóttur sinni til Reykjavíkur og opnuðu kaffihús á horni Barónsstígs og Hverfisgötu í samstarfi við Guðlaugu Gunnarsdóttur myndlistarmann og fleiri Íslendinga. Þetta er fyrsta Emilie’s kaffihúsið sem er opnað utan Frönsku rívíerunnar „Við kynntumst þegar ég var við nám í listaháskólanum í Villa Arson, en þar var ég að læra myndlist. Eitt leiddi af öðru og ég hvatti þau til að koma í heimsókn til Íslands, þau komu margsinnis og í gegnum mig og fleiri kynntust þau landinu með öðrum hætti en hefðbundnir túristar. Þau ákváðu svo að flytja hingað og nú erum við komin á kaf í kaffihúsarekstur,“ segir Guðlaug og rýkur til að afgreiða kaffiþyrsta ferðamenn sem stungu sér inn í hlýjuna. Það er virkilega hlýleg stemmning sem minnir á Suður -Frakkland.Aðspurð um viðtökurnar segir Guðlaug þær vera glimrandi góðar og byggjast ekki einvörðungu á ferðamönnum og lausatraffík. „Við erum komnar með góðan hóp af fastakúnnum.“ Það er svo vinaleg og ljúf stemming á þessi litla kaffihúsi að jafnvel febrúarkuldinn nær ekki að lauma kuldakrumlum sínum inn fyrir þröskuldinn. En það hljóta að vera viðbrigði fyrir þessu frönsku hjón að flytja frá rívíerunni á Hverfisgötuna? Emilie þvertekur fyrir það. Hópur viðskiptavina er fjölbreyttur – bæði fastagestir og erlendir ferðamenn.„Ég er ýmsu vön, er sjálf frá París og þar getur nú stundum orðið kalt. Veturinn hér truflar ekkert, auk þess er landið ykkar svo fallegt að það vegur upp kuldann.“ Þær stöllur bjóða upp á freistandi bakkelsi, frumlegar beyglur, súpur og allar gerðir af kaffidrykkjum. En skyldi vera mikill munur á því að reka kaffihús hér og í Frakklandi? „ Frakkar borða meira sætt, hér er meiri eftirspurn eftir matmeiri skonsum og þvíumlíku. Það er líka krafa um bakkelsi sem hentar vegan og við mætum því að sjálfsögðu,“ segir Emilie sem er alsæl með viðtökurnar og stefnir að því að kynna franskan bakstur enn frekar fyrir landi og þjóð. Emilie leggur áherslu á fjölbreytt úrval sem höfðar til þeirra sem vilja mikil sætindi og hinna sem kjósa eitthvað í hollari kantinum..
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira