Tíska og hönnun

Tom Ford setur loðfeldi út í kuldann

Tom Ford ætlar að nota gervifeldi í hönnun sína hér eftir.
Tom Ford ætlar að nota gervifeldi í hönnun sína hér eftir.

Fatahönnuðurinn Tom Ford hefur tilkynnt að hann muni ekki framar nota loðfeldi af dýrum við hönnun sína. Með þessu fetar hann í fótspor stóru tískuhúsanna Gucci, Armani, Tommy Hilfiger, Calvin Klein og Ralph Lauren sem einnig hafa sett loðfeldi út í kuldann.

Tom Ford segir ástæðuna fyrir þessum hamskiptum vera þá að hann sé hættur að borða dýraafurðir og þetta sé í takt við þann lífsstíl. Í staðinn fyrir dýraloðfeldi ætlar Tom Ford að nota gervifeldi í sína hönnun.

Tom Ford hefur verið gagnrýndur af dýraverndunarsamtökum á borð við PETA fyrir að nota feldi af dýrum í fatahönnun sína og fyrir nokkru skvetti kona úr samtökunum tómatsafa yfir hann í mótmælaskyni. Hann viðurkennir að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun en þessi stefna er að verða æ meira áberandi innan tískuiðnaðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.