Stal aftur senunni á setningarhátíð ÓL og mætti ber að ofan í frostinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 12:42 Tongamaðurinn Pita Taufatofua. Vísir/Getty Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira