Innlent

Þyrla sótti alvarlega veikan sjómann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Ernir
Sjómaður um borð í íslenskum togara veiktist alvarlega í nótt þegar togarinn var staddur um 90 sjómílur, eða 170 kílómetra norður af Siglufirði. Eftir samráð við lækni var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti hann.

Veður var þá farið að skána og kom þyrlan að togaranum klukkan 04:40. Vel gekk að ná sjúklingnum um borð og var flogið með hann til Akureyrar, þar sem hann var lagður inn á sjúkrhúsið. 

Ekki fást upplýsingar um hvers konar veikindi kann að hafa verið að ræða eða hvernig sjómanninum heilsast nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×