Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2018 22:30 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir. Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir.
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira