Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2018 22:30 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi. Norski landkönnuðurinn Hans Frisak var á ferð um Austfirði sumarið 1812 og færði í dagbók sína hinn 4. ágúst það ár frásögn um aðstoðarmann sem lóðsaði hann um en sá var mjög dökkur á hörund og með kolsvart krullað hár. Faðir hans var evrópskur en móðirin svört. Hann bar ekkert eftirnafn en kallaði sig Hans Jónatan. Hans Jónatan fæddist í þrældómi. Móðir hans var ambátt danskra hjóna á St. Croix á Jómfrúreyjum og átti ættir að rekja til Afríku. Hans Jónatan, sem fæddist 1784 á St. Croix kom til Íslands 1802 og giftist íslenskri konu, Katrínu Antoníusdóttur, eignaðist með henni tvö börn og settist að á Djúpavogi þar sem hann varð bráðkvaddur 1827. Engar myndir eru til af honum en talsvert hefur verið skrifað um ævi hans og ber þar hæst bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér, frá 2014. Þá var samnefnd kvikmynd frumsýnd á síðasta ári sem byggði á bók Gísla.Skoðuðu litningabúta úr 182 afkomendum Með því að bera kennsl á afríska litningabúta 182 afkomenda Hans Jónatans, tókst vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar að púsla saman um 38 prósent af litningum sem Hans Jónatan fékk frá móður sinni. Er þetta í fyrsta sinn sem tekist hefur að sækja erfðamengi löngu látins manns og var greint var niðurstöðum rannsóknarinnar í tímaritinu Nature Genetics.„Það vill svo til að Hans Jónatan var hálf-afrískur. Móðir hans var vestur-afrísk og faðir hans evrópskur. Það eru engir aðrir einstaklingar sem hafa afrískan uppruna á Íslandi á þessum tíma. Þannig að afkomendur Hans Jónatans bera þessa afrísku búta á litningum sínum og það er tiltölulega auðvelt að greina þá frá íslenskum litningabútum,“ segir Agnar Helgason mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, í samtali við Stöð 2. Niðurstaðan var sú að móðir Hans Jónatans væri frá því svæði í vestur Afríku sem nú er Benín, Nígería og Kamerún. Agnar segir að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir.Vísir/VilhelmSaga Hans Jónatans hefur verið Kára Stefánssyni hugleikin en Stefán Jónsson faðir hans fjallaði um hana í minningabók sinni Að breyta fjalli sem kom út 1987. „Mér finnst persónulega eins og í þessu sé mjög falleg saga. Saga fyrsta svarta mannsins sem kemur til Íslands sem er tekið á móti opnum örmum af fólki í litlu sjávarþorpi á suðausturhorni Íslands. Þar sem hann endar á því að verða kaupmaðurinn í plássinu og á núna aragrúa af merkismönnum sem afkomendur íslensku samfélagi,“ segir Kári. Hann segir að viðbrögð Íslendinga í byrjun 19. aldar, sem voru einangraðir og alls ekki veraldarvanir, sýni að kynþóttafordómar séu ekki meðfæddir. Þeir áhorfendur og lesendur sem hafa áhuga á því að vita hvort þeir séu afkomendur Hans Jónatans geta rekið sig við hann á Íslendingabók.is. Þess skal þó getið að ekki er útilokað að einhverjir afkomendur hans séu ekki rétt feðraðir.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira