Stefna að opnun neyslurýma fyrir fíkniefnaneytendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 17:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum. Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum.
Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00
Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00
Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15