Stefna að opnun neyslurýma fyrir fíkniefnaneytendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 17:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum. Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum.
Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00
Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00
Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15