Ekki vera of hrædd við áhrif internetsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Urður Njarðvík sálfræðingur Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira