Ekki vera of hrædd við áhrif internetsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Urður Njarðvík sálfræðingur Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira