Ekki vera of hrædd við áhrif internetsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Urður Njarðvík sálfræðingur Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira
Fólk ætti ekki að hræðast allt of mikið áhrif internetsins og samfélagsmiðla á andlega líðan barna. Þetta kom fram í máli Urðar Njarðvík, dósents í sálfræði við Háskóla Íslands, á hátíðarfyrirlestri í skólanum í gær. „Menn voru rosalega hræddir við skáldsögur þegar þær fóru að koma og þegar sjónvarpið kom voru menn mjög hræddir við að það myndi eyðileggja allt. Við erum alltaf hrædd við nýjungar. Það er allt í lagi að fylgjast með því hvað nýjungarnar hafa í för með sér þannig að við getum unnið með þeim. En ekki vera allt of hrædd við það að börnin séu í stórhættu af því að þau eru að tala saman einhvers staðar,“ sagði Urður.Dósent í sálfræði við Háskóla Íslands segir ekki ástæðu til þess að óttast áhrif tölvunotkunar á börn. Hins vegar dragi hún úr mikilvægum möguleikum barna á að verja tíma sínum í frjálsum leik. NordicPhotos/GettyHún segir að það vanti rannsóknir á áhrifum internetsins og samfélagsmiðla á börn. „Samfélagsmiðlar eru að breytast svo ört að við vitum ekkert alveg um áhrif þeirra, sérstaklega ekki á börn,“ sagði hún. Það liggi hins vegar í hlutarins eðli að á meðan börn verja tíma á internetinu dragi úr möguleikum þeirra til þess að verja tíma sínum í frjálsum leik. „Frjáls leikur er mjög mikilvægur fyrir þroska barna. Að þau fái frið til þess að vera úti í garði og finna upp á eigin leikjum. Ekki alltaf í umhverfi þar sem fullorðið fólk stýrir þeim. Ef þau eru alltaf að sækja í netið þá er alltaf verið að mata þau á upplýsingum. Ég hef meiri áhyggjur af því frekar en að samfélagsmiðlarnir skapi kvíða í sjálfu sér,“ sagði Urður. Hún sagði að rannsóknir sýndu vissulega fylgni milli internetnotkunar og kvíða, en fylgni og orsakatengsl væru ekki sami hlutur. „Þannig að við vitum ekki hvort börn sem hafa tilhneigingu til kvíða sækja meira í að vera á samfélagsmiðlum eða hvort mikil notkun samfélagsmiðla er að ýta undir kvíða. Þetta er það sem við þurfum að skoða miklu betur,“ sagði hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira