Sægrænir hamborgarar og skrautlegir stuðningsmenn: NFL úrslitakeppnin heldur áfram á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 7. janúar 2018 17:16 Bills stuðningsmenn eru þeir skrautlegustu Í Bandaríkjunum og þó víða væri leitað. Vísir // Getty NFL – úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld á Stöð 2 sport með tveim hörkuleikjum. Fyrri leikurinn í dag hefst klukkan 18:05 að íslenskum tíma og er á milli Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills. Leikurinn fer fram í Jacksonville og er þetta í fyrsta skipti síðan 1999 sem að leikur í úrslitakeppninni er spilaður í þeirri ágætu borg í Flórída. Í tilefni af því ætla Jaguars að bjóða uppá vægast sagt skrautlegar veitingar. Hamborgarar og bjór af dælu verða í sægrænum lit, sama lit og búningur Jaguars.The @Jaguars will be serving teal cheeseburgers (!?!) and ice cream made by @delawarenorth at their playoff game this weekend pic.twitter.com/7x13lLF0Tg — Will Brinson (@WillBrinson) January 4, 2018 Vörn Jaguars, sem hefur verið sú besta í NFL – deildinni þetta tímabil, fleytti þeim í úrslitakeppnina. Þá hefur hlaupaleikur liðsins, með Leonard Fournette í fararbroddi, verið frábær. Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. Leikmenn Buffalo Bills voru samankomnir í búningsklefanum og fylgdust með því í sjónvarpinu þegar Cincinnati Bengals vann endurkomusigur á Baltimore Ravens og tryggði Bills-liðinu farseðilinn í úrslitakeppnina.Watching this on repeat all day. #GoBillspic.twitter.com/vq7sFAumHq — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018 Bills-mafían, eins og stuðningsmenn Buffalo Bills kalla sig, fögnuðu einnig eins og þeim einum er lagið.Didn’t break the table but screw it the Bills are in the playoffs #GoBillspic.twitter.com/9BLh1wqvbI — Hunter O'Donoghue (@HunterOD2pt0) January 1, 2018 Síðari leikurinn hefst klukkan 21:40 að íslenskum tíma og er á milli New Orleans Saints og Carolina Panthers. Sóknarleikur Saints, með nýliðann stórkostlega, Alvin Kamara, í fararbroddi hefur verið einn sá besti í deildinni. Þá hefur hinn reynslumikli leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, verið frábær sem fyrr. Kamara komst í fréttirnar í vikunni fyrir sparsemi sína, en hann segist einungis hafa keypt kjúklingavængi eftir að hann fékk tæplega milljón dollara bónus frá liðinu.Alvin Kamara's got his priorities straight. pic.twitter.com/9jeFLrJvqb — NFL on ESPN (@ESPNNFL) January 4, 2018 Lið Carolina Panthers, sem laut í lægra hald gegn Denver Broncos í leiknum um Superbowl árið 2015, hefur hins vegar alla burði til þess að valda liði Saints vandræðum. Varnarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær og þá er leikstjórnandi liðsins, Cam Newton, fær um að taka yfir leiki þegar hann er í stuði. NFL Tengdar fréttir Allt varð vitlaust í klefanum og hetjan fagnaði með litlu strákana sína í fanginu Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. 4. janúar 2018 23:30 Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum Forráðamenn Buffalo Bills stóðu við stóru orðin í dag er þeir sendu 1.440 kjúklingavængi yfir til Cincinnati. 5. janúar 2018 22:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
NFL – úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld á Stöð 2 sport með tveim hörkuleikjum. Fyrri leikurinn í dag hefst klukkan 18:05 að íslenskum tíma og er á milli Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills. Leikurinn fer fram í Jacksonville og er þetta í fyrsta skipti síðan 1999 sem að leikur í úrslitakeppninni er spilaður í þeirri ágætu borg í Flórída. Í tilefni af því ætla Jaguars að bjóða uppá vægast sagt skrautlegar veitingar. Hamborgarar og bjór af dælu verða í sægrænum lit, sama lit og búningur Jaguars.The @Jaguars will be serving teal cheeseburgers (!?!) and ice cream made by @delawarenorth at their playoff game this weekend pic.twitter.com/7x13lLF0Tg — Will Brinson (@WillBrinson) January 4, 2018 Vörn Jaguars, sem hefur verið sú besta í NFL – deildinni þetta tímabil, fleytti þeim í úrslitakeppnina. Þá hefur hlaupaleikur liðsins, með Leonard Fournette í fararbroddi, verið frábær. Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. Leikmenn Buffalo Bills voru samankomnir í búningsklefanum og fylgdust með því í sjónvarpinu þegar Cincinnati Bengals vann endurkomusigur á Baltimore Ravens og tryggði Bills-liðinu farseðilinn í úrslitakeppnina.Watching this on repeat all day. #GoBillspic.twitter.com/vq7sFAumHq — Buffalo Bills (@buffalobills) January 1, 2018 Bills-mafían, eins og stuðningsmenn Buffalo Bills kalla sig, fögnuðu einnig eins og þeim einum er lagið.Didn’t break the table but screw it the Bills are in the playoffs #GoBillspic.twitter.com/9BLh1wqvbI — Hunter O'Donoghue (@HunterOD2pt0) January 1, 2018 Síðari leikurinn hefst klukkan 21:40 að íslenskum tíma og er á milli New Orleans Saints og Carolina Panthers. Sóknarleikur Saints, með nýliðann stórkostlega, Alvin Kamara, í fararbroddi hefur verið einn sá besti í deildinni. Þá hefur hinn reynslumikli leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, verið frábær sem fyrr. Kamara komst í fréttirnar í vikunni fyrir sparsemi sína, en hann segist einungis hafa keypt kjúklingavængi eftir að hann fékk tæplega milljón dollara bónus frá liðinu.Alvin Kamara's got his priorities straight. pic.twitter.com/9jeFLrJvqb — NFL on ESPN (@ESPNNFL) January 4, 2018 Lið Carolina Panthers, sem laut í lægra hald gegn Denver Broncos í leiknum um Superbowl árið 2015, hefur hins vegar alla burði til þess að valda liði Saints vandræðum. Varnarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær og þá er leikstjórnandi liðsins, Cam Newton, fær um að taka yfir leiki þegar hann er í stuði.
NFL Tengdar fréttir Allt varð vitlaust í klefanum og hetjan fagnaði með litlu strákana sína í fanginu Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. 4. janúar 2018 23:30 Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum Forráðamenn Buffalo Bills stóðu við stóru orðin í dag er þeir sendu 1.440 kjúklingavængi yfir til Cincinnati. 5. janúar 2018 22:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Allt varð vitlaust í klefanum og hetjan fagnaði með litlu strákana sína í fanginu Buffalo Bills komst um síðustu helgi í úrslitakeppnina í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sautján ár en þetta varð þó ekki ljóst fyrr en löngu eftir að leik þeirra lauk. 4. janúar 2018 23:30
Bills sendi Bengals fullan bíl af kjúklingavængjum Forráðamenn Buffalo Bills stóðu við stóru orðin í dag er þeir sendu 1.440 kjúklingavængi yfir til Cincinnati. 5. janúar 2018 22:45