Sautján metra hvalur dauður í Hvalsnesi Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. janúar 2018 20:00 Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Sautján metra langan hval rak á land rétt utan við Sandgerði í gær. Dýrið var óvenju magurt, en líffræðingur segir sjaldgæft að slíkar skepnur endi dauðar á þurru landi. Það voru Víkurfréttir sem sögðu fyrst frá því í gærkvöldi að ljósmyndari hefði gengið fram á dauða langreyði í fjörunni við Hvalsnes á Suðurnesjum. Langreyður er næststærsta hvaltegund sem fyrir finnst, en þeir geta náð lengd nokkuð yfir 20 metrum og þyngd upp á um eða yfir 70 tonn. Til samanburðar má nefna að til að ná slíkri þyngd þarf um 70 smábíla af gerðinni Kia Picanto. Sölvi Rúnar Vignisson er líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, en hann tók fyrstur manna sýni úr hvalnum í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna dýrið endaði í fjörunni, en Hafrannsóknarstofnun mun nú rannsaka atvikið. Sölvi segir hins vegar ekki víst að unnt verði að komast að orsök þess að skepnan drapst. Þó liggur fyrir að langreyðurin, sem er kvendýr, er aðeins um 17 metrar á lengd og langt undir meðalþyngd slíkrar skepnu. Hann segir því ljóst að ástand hennar hafi verið afar slæmt. Plastmengun í höfum heimsins hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri og er talin orsök dauða fjölmargra sjávardýra. Sölvi segir þó alls ekki víst að svo sé í þessu tilfelli. Þannig éti skíðishvalir á borð við langreyði fyrst of fremst ljósátur og minni sjávardýr og þ.a.l. berist að jafnaði minna af plastefnum í líkama þeirra en tannhvala. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við hræ skepnunnar, en Sölvi segir það geta gagnast talsvert við vísindarannsóknir. Þannig sé, þrátt fyrir nafngiftina Hvalsnes, afar óalgengt að langreyði reki á land með þessum hætti.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira