Skrúðganga til heiðurs lélegasta liðs NFL-deildarinnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2018 12:00 Það hlæja allir að Cleveland Browns. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“ NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“
NFL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Sjá meira