Lærir allt um tísku 18. janúar 2018 12:00 Nýjustu tískustraumar fara ekki fram hjá Margréti. Margrét Lea Bachmann hefur mikinn áhuga á tísku og ákvað því að mennta sig í þeim fræðum. Í náminu þarf hún að hafa augun opin fyrir öllu því sem er að gerast í tískunni. „Ég hef lengi haft áhuga á tísku og sem krakki pældi ég mikið í hvaða snið passaði hverjum, hvaða litasamsetningar færu vel saman og fleira slíkt. Ég hafði mjög gaman af því að klæða mig í fín föt og var þekkt fyrir að vera í kjól í skólanum. Eftir því sem ég varð eldri varð áhuginn alltaf meiri og einnig sjálfstraustið til að þora að klæða mig eftir eigin höfði,“ segir Margrét Lea Bachmann sem býr í Barcelona. Þar er hún á öðru ári við nám í Fashion Marketing and Communication, eða tísku, markaðsmálum og samskiptum, og fram undan eru stór verkefni. „Þetta nám varð fyrir valinu því mig langaði til að læra eitthvað sem tengdist tísku en ég var ekki alveg viss um hvaða svið hentaði mér best. Ég ákvað að fara í nám til útlanda því fjölbreytnin á þessu sviði er ekki mikil á Íslandi. Fatahönnun er að vísu vinsæl en hún heillaði mig ekki,“ heldur Margrét áfram.Erfitt að fá tíu Skólinn heitir IED Barcelona og námið fer fram á ensku. „Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og það var mikill munur að fara þaðan beint í allt öðruvísi skólakerfi. Í IED Barcelona er lögð mikil áhersla á verkefni sem tengjast atvinnumarkaðnum. Það eru fá próf og mjög erfitt að fá tíu í einkunn. Ég fór t.d. aðeins í tvö próf á fyrsta árinu og á öðru ári eru engin próf, aðeins verkefni. Hvert verkefni tekur um einn og hálfan til tvo mánuði svo ég þarf því að skipuleggja mig vel fram í tímann,“ segir hún.Margrét Lea átti ekki von á að námið yrði jafnskemmtilegt og raun ber vitni.Nútímatíska og textíllÞegar námið hófst mættu fimmtíu nemendur til leiks og segir Margrét marga þeirra koma frá spænskumælandi löndum. „Svo eru líka nokkrir frá hinum Norðurlöndunum og við erum tvær frá Íslandi, ég og Hildur Ragnarsdóttir. Við þurftum snemma að velja okkur sérhæfingu, annaðhvort í markaðsmálum eða samskiptum og ég valdi hið síðarnefnda. Ég er í mörgum spennandi fögum sem tengjast tísku á sögulegan eða markaðslegan hátt og flest fögin eru mjög hagnýt. Ég sæki tíma í nútímatísku, textíl, framleiðslu, sögu tísku og lista, auglýsingum, lífsstíl og tískustraumum svo eitthvað sé nefnt. Mér kom á óvart hvað námið er bóklegt en mér finnst þetta allt áhugavert. Ég hélt mér myndi aldrei finnast svona skemmtilegt í skóla,“ segir hún brosandi.Kærastinn flutti til hennarMargrét undirbjó sig vel áður en hún flutti til Barcelona. „Umsóknarferlið fyrir skólann var langt og strangt og það tók sinn tíma að fá alla pappíra hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna samþykkta. Ég var svo heppin að fá leigða íbúð í Barcelona með tveimur Íslendingum, annar þeirra er Hildur skólasystir mín. Núna er kærastinn minn, Arnþór Daði Guðmundsson, fluttur til mín og við erum komin með eigin íbúð. Að lokum þurfti ég að ákveða hvað ég tæki með mér út og ég held það hafi verið erfiðast að skilja eftir hluta af fötunum mínum,“ segir Margrét hlæjandi.Með puttann á púlsinum. Þegar Margrét er spurð hvort hún taki betur eftir nýjum tískustraumum eftir að hún byrjaði í náminu segir hún að svo sé. „Já, að vissu leyti. Ég tek klárlega betur eftir því hvað er að verða vinsælt. Okkur er kennt að vera með puttann alltaf á púlsinum og vera með opin augu yfir öllu því sem er að gerast í tískunni. Ég tek meira eftir trendum eins og í markaðsfræðinni og hvaða aðferðir eru nýjar og munu verða úti um allt á næstunni.“ Margrét lumar á góðum tískuráðum og hvetur fólk til að vera óhrætt við að fylgja eigin smekk og skapa sinn eigin stíl. „Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með fólki sem er með persónulegan stíl og sker sig út úr norminu,“ segir hún. En hvað skyldi taka við að námi loknu? „Fyrst og fremst er stefnan að ljúka náminu vorið 2019 og síðan langar mig að finna lærlingsstöðu í sumar og fá tilfinninguna fyrir því hvernig þetta nám reynist í atvinnulífinu. Maður veit svo aldrei hvort einhver tækifæri gefist við útskrift en kennararnir eru allir vel tengdir inn í tískuheiminn því þeir vinna við fagið auk þess að kenna. Draumurinn er síðan að fara í mastersnám einhvers staðar í heiminum. Þetta nám hefur gefið mér allt aðra sýn á tískuheiminn og kennt mér að fara skrefinu lengra í markaðs- og samskiptafræði,“ segir Margrét og sendir að lokum kveðju heim. Fylgjast má með Margréti Leu á Instagram: margretleabachmann Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Margrét Lea Bachmann hefur mikinn áhuga á tísku og ákvað því að mennta sig í þeim fræðum. Í náminu þarf hún að hafa augun opin fyrir öllu því sem er að gerast í tískunni. „Ég hef lengi haft áhuga á tísku og sem krakki pældi ég mikið í hvaða snið passaði hverjum, hvaða litasamsetningar færu vel saman og fleira slíkt. Ég hafði mjög gaman af því að klæða mig í fín föt og var þekkt fyrir að vera í kjól í skólanum. Eftir því sem ég varð eldri varð áhuginn alltaf meiri og einnig sjálfstraustið til að þora að klæða mig eftir eigin höfði,“ segir Margrét Lea Bachmann sem býr í Barcelona. Þar er hún á öðru ári við nám í Fashion Marketing and Communication, eða tísku, markaðsmálum og samskiptum, og fram undan eru stór verkefni. „Þetta nám varð fyrir valinu því mig langaði til að læra eitthvað sem tengdist tísku en ég var ekki alveg viss um hvaða svið hentaði mér best. Ég ákvað að fara í nám til útlanda því fjölbreytnin á þessu sviði er ekki mikil á Íslandi. Fatahönnun er að vísu vinsæl en hún heillaði mig ekki,“ heldur Margrét áfram.Erfitt að fá tíu Skólinn heitir IED Barcelona og námið fer fram á ensku. „Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og það var mikill munur að fara þaðan beint í allt öðruvísi skólakerfi. Í IED Barcelona er lögð mikil áhersla á verkefni sem tengjast atvinnumarkaðnum. Það eru fá próf og mjög erfitt að fá tíu í einkunn. Ég fór t.d. aðeins í tvö próf á fyrsta árinu og á öðru ári eru engin próf, aðeins verkefni. Hvert verkefni tekur um einn og hálfan til tvo mánuði svo ég þarf því að skipuleggja mig vel fram í tímann,“ segir hún.Margrét Lea átti ekki von á að námið yrði jafnskemmtilegt og raun ber vitni.Nútímatíska og textíllÞegar námið hófst mættu fimmtíu nemendur til leiks og segir Margrét marga þeirra koma frá spænskumælandi löndum. „Svo eru líka nokkrir frá hinum Norðurlöndunum og við erum tvær frá Íslandi, ég og Hildur Ragnarsdóttir. Við þurftum snemma að velja okkur sérhæfingu, annaðhvort í markaðsmálum eða samskiptum og ég valdi hið síðarnefnda. Ég er í mörgum spennandi fögum sem tengjast tísku á sögulegan eða markaðslegan hátt og flest fögin eru mjög hagnýt. Ég sæki tíma í nútímatísku, textíl, framleiðslu, sögu tísku og lista, auglýsingum, lífsstíl og tískustraumum svo eitthvað sé nefnt. Mér kom á óvart hvað námið er bóklegt en mér finnst þetta allt áhugavert. Ég hélt mér myndi aldrei finnast svona skemmtilegt í skóla,“ segir hún brosandi.Kærastinn flutti til hennarMargrét undirbjó sig vel áður en hún flutti til Barcelona. „Umsóknarferlið fyrir skólann var langt og strangt og það tók sinn tíma að fá alla pappíra hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna samþykkta. Ég var svo heppin að fá leigða íbúð í Barcelona með tveimur Íslendingum, annar þeirra er Hildur skólasystir mín. Núna er kærastinn minn, Arnþór Daði Guðmundsson, fluttur til mín og við erum komin með eigin íbúð. Að lokum þurfti ég að ákveða hvað ég tæki með mér út og ég held það hafi verið erfiðast að skilja eftir hluta af fötunum mínum,“ segir Margrét hlæjandi.Með puttann á púlsinum. Þegar Margrét er spurð hvort hún taki betur eftir nýjum tískustraumum eftir að hún byrjaði í náminu segir hún að svo sé. „Já, að vissu leyti. Ég tek klárlega betur eftir því hvað er að verða vinsælt. Okkur er kennt að vera með puttann alltaf á púlsinum og vera með opin augu yfir öllu því sem er að gerast í tískunni. Ég tek meira eftir trendum eins og í markaðsfræðinni og hvaða aðferðir eru nýjar og munu verða úti um allt á næstunni.“ Margrét lumar á góðum tískuráðum og hvetur fólk til að vera óhrætt við að fylgja eigin smekk og skapa sinn eigin stíl. „Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með fólki sem er með persónulegan stíl og sker sig út úr norminu,“ segir hún. En hvað skyldi taka við að námi loknu? „Fyrst og fremst er stefnan að ljúka náminu vorið 2019 og síðan langar mig að finna lærlingsstöðu í sumar og fá tilfinninguna fyrir því hvernig þetta nám reynist í atvinnulífinu. Maður veit svo aldrei hvort einhver tækifæri gefist við útskrift en kennararnir eru allir vel tengdir inn í tískuheiminn því þeir vinna við fagið auk þess að kenna. Draumurinn er síðan að fara í mastersnám einhvers staðar í heiminum. Þetta nám hefur gefið mér allt aðra sýn á tískuheiminn og kennt mér að fara skrefinu lengra í markaðs- og samskiptafræði,“ segir Margrét og sendir að lokum kveðju heim. Fylgjast má með Margréti Leu á Instagram: margretleabachmann
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein