Núverandi lífeyriskerfi er „lífskjarahappdrætti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2018 12:21 Gylfi Magnússon. Vísir/Sigurjón Allt að fjórfaldur munur er á ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi sem getur haft mikil áhrif á þann lífeyri sem er greiddur út að lokum. Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að nýleg rannsókn sýni að um lífeyrishappdrætti sé að ræða og mikilvægt að gera endurbætur á íslenska lífeyriskerfinu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær frá Hallgrími Óskarssyni verkfræðingi og Gylfa Magnússyni dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sé afar misjöfn. Þeir félagar rannsökuðu ávöxtun allra sameignarsjóða frá 1997 til 2016 en í dag eru þeir 27 talsins. Alls voru sex sjóðir með meðalraunávöxtun milli eitt til tvö prósent. Átta sjóðir með ávöxtun milli tvö og þrjú prósent. Þriðjungur sjóða með þrjú til fjögur prósent og fjórir sjóðir með meðalraunávöxtun yfir fjögur prósent. Hæsta ávöxtun einstaks sjóðs var 6,16 prósent. Fram kemur að hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hafi mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur sé að lokum. Gylfi Magnússon segir að þarna komi í ljós viss vandi sem íslenskir lífeyrisþegar standi frammi fyrir. „Þeir ráða auðvitað engu um ávöxtun síns sjóðs og ráða í flestum tilvikum ekki í hvaða sjóð þeir greiða. Þá er þetta orðið lífskjarahappdrætti sem að fólk hefur eiginlega enga stjórn á. Það er kannski ekki besta fyrirkomulagið það er hægt að tryggja lífeyrisþegum áhættuminna lífeyriskerfi með því að dreifa réttindum á fleiri en einn sjóð,“ segir Gylfi. Gylfi Magnússon segir að niðurstöðurnar verði birtar sjóðunum á næstunni en síðar verði öll gögn opnuð almenningi svo að hver og einn, fengið gott yfirlit um eigin stöðu 20 ár aftur í tímann. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Allt að fjórfaldur munur er á ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi sem getur haft mikil áhrif á þann lífeyri sem er greiddur út að lokum. Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að nýleg rannsókn sýni að um lífeyrishappdrætti sé að ræða og mikilvægt að gera endurbætur á íslenska lífeyriskerfinu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær frá Hallgrími Óskarssyni verkfræðingi og Gylfa Magnússyni dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kemur fram að ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sé afar misjöfn. Þeir félagar rannsökuðu ávöxtun allra sameignarsjóða frá 1997 til 2016 en í dag eru þeir 27 talsins. Alls voru sex sjóðir með meðalraunávöxtun milli eitt til tvö prósent. Átta sjóðir með ávöxtun milli tvö og þrjú prósent. Þriðjungur sjóða með þrjú til fjögur prósent og fjórir sjóðir með meðalraunávöxtun yfir fjögur prósent. Hæsta ávöxtun einstaks sjóðs var 6,16 prósent. Fram kemur að hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hafi mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur sé að lokum. Gylfi Magnússon segir að þarna komi í ljós viss vandi sem íslenskir lífeyrisþegar standi frammi fyrir. „Þeir ráða auðvitað engu um ávöxtun síns sjóðs og ráða í flestum tilvikum ekki í hvaða sjóð þeir greiða. Þá er þetta orðið lífskjarahappdrætti sem að fólk hefur eiginlega enga stjórn á. Það er kannski ekki besta fyrirkomulagið það er hægt að tryggja lífeyrisþegum áhættuminna lífeyriskerfi með því að dreifa réttindum á fleiri en einn sjóð,“ segir Gylfi. Gylfi Magnússon segir að niðurstöðurnar verði birtar sjóðunum á næstunni en síðar verði öll gögn opnuð almenningi svo að hver og einn, fengið gott yfirlit um eigin stöðu 20 ár aftur í tímann.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira