Leikmaður breska íshokkíliðsins Milton Keynes Lightning hefur verið rekinn frá félaginu fyrir að berja stuðningsmann.
Atvikið átti sér stað í leik liðsins gegn Guildford á sunnudaginn. Leikmaðurinn, Matt Nickerson, var dæmdur í 20 leikja bann í gær en nú er hann orðinn atvinnulaus því hann var leystur frá samningi sínum við MK Lightning í dag.
„Það er óásættanlegt að stuðningsmenn okkar óttist um öryggi sitt,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Í skýrslu frá íshokkídeildinni segir að Nickerson hafi veitt grunlausum stuðningsmanni þéttingsfast högg í höfuðið. Þá átti hann einnig ítrekað í deilum við línuverði um að fá að komast að leikmönnum andstæðingsins.
„Þegar hann fór af vellinum færði hann kylfu sína úr hægri hendi í þá vinstri, sem er talið bera merki um að hann hafi verið búinn að ákveða það að beita sér líkamlega,“ segir í skýrslunni.
Rekinn fyrir að berja stuðningsmann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

