Gústaf Smári Björnsson spilaði fullkominn leik þegar hann sigraði fyrsta riðil forkeppni keilukeppni Reykjavíkurleikanna í kvöld.
Gústaf náði leiknum óaðfinnanlega, 300 pinna leik, í 5. leik kvöldsins af 6. Hann skilaði samtals 1429 pinnum, eða 238,2 pinnum að meðaltali í leik, og vann eins og áður segir riðilinn.
Svíinn Robert Anderson var ekki langt frá Gústaf, með 1426 pinna og meðaltal af 237,7.
Efst í kvennaflokki var Katrín Fjóla Bragadóttir með 203,2 pinna að meðaltali í leik. Bæði Katrín Fjóla og Gústaf Smári spila undir merkum Keilufélags Reykjavíkur.

