Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 10:15 Bardaginn fer fram aðfaranótt sunnudags. vísir/getty Einu sinni sem oftar var allt vitlaust í salnum þegar að írska UFC-ofurstjarnan og Íslandsvinurinn Conor McGregor var fyrir framan stuðningsmenn sína en hann og Dagestaninn Khabib Nurmagodenov tóku þátt í opnum æfingum UFC í gærkvöldi. Kapparnir eru í lokaundirbúningi fyrir risa bardagakvöldið UFC 229 sem fram fer í Las Vegas aðfaranótt sunnudags og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar markar Conor endurkomu sína í búrið. Írinn mætti með kornungan son sinn á æfinguna og var mikið fagnað á meðan að hann skellti æfingafélaga sínum nokkrum sinnum í dýnuna. Hann greip svo hljóðnemann og lofaði því að reyna að rota Khabib frá fyrstu sekúndu. Eins og með flesta andstæðinga Conors þurfti Khabib að æfa undir stanslausu bauli og háðsglósum úr salnum þar sem að flestir á laugardagsnóttina verða á bandi tvöfalda heimsmeistarans. Khabib lét það ekki hafa nein áhrif á sig. „Ég hef aldrei æft við svona aðstæður og fyrir framan svona marga. Ég elska þetta. Þegar ég kemst í búrið verð ég einn með þessum kjúkling. Allt þetta fólk hérna á eftir að elska mig eftir bardagann og halda kjafti,“ sagði Khabib Nurmagodenov eftir æfinguna. Stutt myndband frá því allra helsta á æfingu gærkvöldsins má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Einu sinni sem oftar var allt vitlaust í salnum þegar að írska UFC-ofurstjarnan og Íslandsvinurinn Conor McGregor var fyrir framan stuðningsmenn sína en hann og Dagestaninn Khabib Nurmagodenov tóku þátt í opnum æfingum UFC í gærkvöldi. Kapparnir eru í lokaundirbúningi fyrir risa bardagakvöldið UFC 229 sem fram fer í Las Vegas aðfaranótt sunnudags og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar markar Conor endurkomu sína í búrið. Írinn mætti með kornungan son sinn á æfinguna og var mikið fagnað á meðan að hann skellti æfingafélaga sínum nokkrum sinnum í dýnuna. Hann greip svo hljóðnemann og lofaði því að reyna að rota Khabib frá fyrstu sekúndu. Eins og með flesta andstæðinga Conors þurfti Khabib að æfa undir stanslausu bauli og háðsglósum úr salnum þar sem að flestir á laugardagsnóttina verða á bandi tvöfalda heimsmeistarans. Khabib lét það ekki hafa nein áhrif á sig. „Ég hef aldrei æft við svona aðstæður og fyrir framan svona marga. Ég elska þetta. Þegar ég kemst í búrið verð ég einn með þessum kjúkling. Allt þetta fólk hérna á eftir að elska mig eftir bardagann og halda kjafti,“ sagði Khabib Nurmagodenov eftir æfinguna. Stutt myndband frá því allra helsta á æfingu gærkvöldsins má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00