Gary Anderson hóf vegferð sína að þriðja heimsmeistaratitlinum í pílu í gærkvöld þegar hann hafði betur gegn Kevin Burness í fjórum settum.
Anderson, sem gengur undir viðurnefninu Skotinn fljúgandi, hefur átt mjög gott ár. Hann vann Opna breska mótið, World Matchplay og Meistaradeildina í pílukasti og náði þar með í hina eftirsóttu þrennu í píluheiminum.
Anderson byrjaði hægt gegn Burness en náði að koma til baka og vinna 3-1 og ætti að fara með ágætt sjálfstraust inn í þriðju umferðina.
Anderson mætir annað hvort Michael Barnard eða Jermaine Wattimena í þriðju umferðinni.
Fljúgandi Skotinn dreif í gegnum aðra umferð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
