Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. Við getnað hlýtur barn helming erfðaefnis föður og helming erfðaefnis móður. Í rannsókn, sem Íslensk erfðagreining birti í dag í tímaritinu Science, var leitað svara við því hvort erfðabreytingar í þeim helming erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer til barns, hafi áhrif á örlög þess. Niðurstaðan er sú að erfðabreytingar foreldra sem ekki skila sér til barns hafa áhrif, ekki síst á menntun barnsins. „Við fundum aðferð til þess að meta og mæla áhrif þess umhverfis sem foreldrarnir eru á örlög barnanna. Það sem við skoðuðum fyrst og fremst var menntun sem börnin fá. Við sýndum fram á að sá hluti erfðamengis foreldra sem fer ekki yfir til barnanna hefur áhrif á hversu mikla menntun börnin fá sem er um það bil 30 prósent af þeim áhrifum sem aftur hinn helmingurinn, sem fer til barnanna, leggur af mörkum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í rannsókninni var notað erfðaefni þúsunda Íslendinga sem fæddust milli 1940 og 1983. Börn eru svo háð foreldrum sínum að umhverfi uppvaxtarins hefur mikil áhrif á þau og það mótast einmitt af erfðaefni foreldranna. Vísindamenn nefna þetta erfðauppeldi. „Við fæðumst með ákveðna tilhneigingu, við fæðumst með ákveðna getu en gáfur okkar eru ekki bara afleiðing af erfðum heldur líka því umhverfi sem foreldrarnir veita. Sem þýðir að við erum ekki mótuð heldur erum við mótanleg. Það er gaman að vita til þess að þú getur haft áhrif á alls konar eiginleika barna þinna með því að ala þau upp vel, hlúa vel að þeim og veita þeim það umhverfi sem þau eiga skilið,“ segir Kári. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. Við getnað hlýtur barn helming erfðaefnis föður og helming erfðaefnis móður. Í rannsókn, sem Íslensk erfðagreining birti í dag í tímaritinu Science, var leitað svara við því hvort erfðabreytingar í þeim helming erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer til barns, hafi áhrif á örlög þess. Niðurstaðan er sú að erfðabreytingar foreldra sem ekki skila sér til barns hafa áhrif, ekki síst á menntun barnsins. „Við fundum aðferð til þess að meta og mæla áhrif þess umhverfis sem foreldrarnir eru á örlög barnanna. Það sem við skoðuðum fyrst og fremst var menntun sem börnin fá. Við sýndum fram á að sá hluti erfðamengis foreldra sem fer ekki yfir til barnanna hefur áhrif á hversu mikla menntun börnin fá sem er um það bil 30 prósent af þeim áhrifum sem aftur hinn helmingurinn, sem fer til barnanna, leggur af mörkum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í rannsókninni var notað erfðaefni þúsunda Íslendinga sem fæddust milli 1940 og 1983. Börn eru svo háð foreldrum sínum að umhverfi uppvaxtarins hefur mikil áhrif á þau og það mótast einmitt af erfðaefni foreldranna. Vísindamenn nefna þetta erfðauppeldi. „Við fæðumst með ákveðna tilhneigingu, við fæðumst með ákveðna getu en gáfur okkar eru ekki bara afleiðing af erfðum heldur líka því umhverfi sem foreldrarnir veita. Sem þýðir að við erum ekki mótuð heldur erum við mótanleg. Það er gaman að vita til þess að þú getur haft áhrif á alls konar eiginleika barna þinna með því að ala þau upp vel, hlúa vel að þeim og veita þeim það umhverfi sem þau eiga skilið,“ segir Kári.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira