Að því sögðu er húsið ekkert slor en maður bjóst við að maður sem rakaði inn hátt í 100 milljónum dollara í síðasta bardaga myndi leigja flottara hús.
Að sjálfsögðu er glæsileg sólbaðsaðstaða og sundlaug í garðinum. Inn í húsinu er svo ballskákarborð, borðtennisborð og fleira skemmtilegt til þess að drepa tímann.
Mikill fjöldi fylgir Conor til Vegas þar sem hann ætlar að berjast við Khabib Nurmagomedov í T-Mobile Arena í stærsta bardaga í sögu UFC. Það eru þjálfarar, næringarfræðingur og æfingafélagar.
Hér að neðan má skoða húsið og aðeins sjá á bak við tjöldin hjá liði McGregor.