Danski skólastjórinn miður sín yfir eftirköstum ferðarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Skólastjóri Aakjærskóla í Skive segist hafa átt gott samstarf við Ingunnarskóla í gegnum tíðina. Fréttablaðið/stefán „Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30