Danski skólastjórinn miður sín yfir eftirköstum ferðarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Skólastjóri Aakjærskóla í Skive segist hafa átt gott samstarf við Ingunnarskóla í gegnum tíðina. Fréttablaðið/stefán „Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30