Danski skólastjórinn miður sín yfir eftirköstum ferðarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Skólastjóri Aakjærskóla í Skive segist hafa átt gott samstarf við Ingunnarskóla í gegnum tíðina. Fréttablaðið/stefán „Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
„Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30