Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. maí 2018 18:30 Birgir eftir sinn síðasta sigur. Fightstar/Mike Ruane Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér. MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira
Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér.
MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sjá meira
Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00
Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30