Álftin sér sjálf um að reka álftir af túnum bóndans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2018 11:17 Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum, við álftarhreiðrið í túnjaðrinum á bökkum Hvítár. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Sjá meira
Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Sjá meira
Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49
Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16
Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15