Álftin sér sjálf um að reka álftir af túnum bóndans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2018 11:17 Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum, við álftarhreiðrið í túnjaðrinum á bökkum Hvítár. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49
Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16
Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15